„Sjómenn eru órétti beittir“

Trúnaðarmaður hjá Verk Vest segir margt standa út af svo …
Trúnaðarmaður hjá Verk Vest segir margt standa út af svo sjómenn njóti kjara á við landvinnufólk. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Af þeim sem greiddu at­kvæði um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna hjá Verka­lýðsfé­lagi Vest­f­irðinga felldu 87% fé­lags­manna samn­ing­inn. Trúnaðarmaður á Stefni ÍS, sem sit­ur í samn­inga­nefnd sjó­manna fyr­ir hönd Verk Vest, seg­ir margt þurfa að koma til svo sjó­menn verði sátt­ir.

„Útgerðar­menn hafa vísað út af borðinu öllu því sem skil­ar sér í launaum­slagið hjá sjó­mönn­um,“ seg­ir Berg­vin Eyþórs­son sem sit­ur í samn­ingaráði sjó­manna hjá Verk Vest. „Þar stend­ur hníf­ur­inn í kúnni. Við vilj­um fá ein­hverj­ar launa­hækk­an­ir eins og aðrir,“ seg­ir Berg­vin.

Olíu­verðsviðmiðið svíður

Hann seg­ir laun sjó­manna hafa lækkað vegna geng­is­breyt­inga og lækk­andi fisk­verðs og sjó­menn verði að fá eitt­hvað til baka. Þá svíði olíu­verðsviðmiðið mikið.

„Olíu­verðsviðmiðið átti að vera lækk­un til að styðja við út­gerðina á meðan illa gengi. Nú hef­ur út­gerðum hins veg­ar gengið al­veg mylj­andi vel og við sjó­menn höf­um samt sem áður verið í lág­marki á þess­um skala svo langt aft­ur sem augað eyg­ir. Þar verður eitt­hvað að ger­ast því þetta er eina atriðið sem skil­ar sér til allra sjó­manna,“ seg­ir hann.

All­ir fá or­lofs- og des­em­berupp­bæt­ur nema sjó­menn

Berg­vin seg­ir það hafa verið álit­inn stór­sig­ur í síðustu samn­ing­um að fá sér­eign­ar­sparnað líf­eyr­is­greiðslna inn, eins og þá gilti þegar um alla aðra lands­menn. „Núna reynd­um við að sækja það að fá or­lofs- og des­em­berupp­bót, eins og all­ir aðrir lands­menn fá. En það var ekki samþykkt held­ur,“ bend­ir hann á.

Ný­smíðaálagið á ekki rétt á sér

Samn­ing­ur­inn sem kosið var um fól í sér að eft­ir sjö ár færi ný­smíðaálagið af í þrep­um næstu sjö ár þar á eft­ir, svo að fjór­tán árum liðnum væri það aflagt. Berg­vin seg­ir þetta of lang­an tíma og að álagið sem slíkt eigi ekki mik­inn rétt á sér.

„Þeir sem eru að fá ný skip á næst­unni klára sitt ný­smíðaálags­tíma­bil áður en álagið fer að lækka. Menn eru ekki sátt­ir við það og vilja sjá álagið lækka eitt­hvað áður en tíma­bil­inu lýk­ur fyr­ir þá sem fá ný skip á næsta ári,“ seg­ir hann. „Helst vilja menn sjá þetta fara með öllu, en það er kannski ekki raun­hæft al­veg strax,“ bæt­ir hann við. „En þetta þarf að lækka fyrr svo menn sjái ein­hverj­ar breyt­ing­ar á sín­um launa­seðli. Annað er óá­sætt­an­legt.“

Sjó­menn órétti beitt­ir

Berg­vin vís­ar til þess að út­gerð hafi gengið framúrsk­ar­andi vel und­an­farið en sjó­menn hafi á sama tíma þurft að sæta stig­hækk­andi niður­skurði á sín laun. Þeir vilji fá sjó­manna­afslátt­inn inn líka, en sú krafa snúi ekki að út­gerðum beint, held­ur rík­inu.

„Við vilj­um fá fæðis­pen­ing­ana okk­ar inn í formi dag­pen­inga svo þeir yrðu skatt­frjáls­ir, al­veg eins og hjá öll­um þeim sem vinna í landi. Þeir þurfa ekki að greiða skatt af því sem þeir fá að borða hjá sínu fyr­ir­tæki. Í þessu felst aðstöðumun­ur og okk­ur finnst við órétti beitt­ir að njóta ekki sömu kjara og fólk í landi ger­ir,“ seg­ir Berg­vin Eyþórs­son.

mbl.is