Félagar VM felldu kjarasamninginn

Kjarasamningur SFS og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður.
Kjarasamningur SFS og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður.

Vél­stjór­ar og málm­tækni­menn felldu ný­gerðan kjara­samn­ing VM við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi með 66% at­kvæða. At­kvæðagreiðslu lauk á há­degi en kosn­ingaþátt­taka var 69,7%.

Nei sögðu 220, eða 66,1%, en já sögðu 109, þ.e. 32,7%.

Fjór­ir skiluðu auðu. Á kjör­skrá voru 478.

mbl.is