Félagar VM felldu kjarasamninginn

Kjarasamningur SFS og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður.
Kjarasamningur SFS og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður.

Vélstjórar og málmtæknimenn felldu nýgerðan kjarasamning VM við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi með 66% atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi en kosningaþátttaka var 69,7%.

Nei sögðu 220, eða 66,1%, en já sögðu 109, þ.e. 32,7%.

Fjórir skiluðu auðu. Á kjörskrá voru 478.

mbl.is