Auðvitað næst ekki allt í gegn

Valmundur Valmundsson.
Valmundur Valmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands­ins, seg­ir að fundað verði í deilu Sjó­manna­sam­bands­ins og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hjá sátta­semj­ara á þriðju­dags­morg­un. 

„Það er ekk­ert nýtt að frétta annað en að það er búið að boða fund klukk­an 10 á þriðju­dags­morg­un. Það verður fundað hjá samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands­ins á morg­un,“ seg­ir Val­mund­ur í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir menn vera að reyna að finna ein­hvern sam­eig­in­leg­an flöt til að vinna að lausn í mál­inu.

Sjó­manna­sam­bandið sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem því var vísað á bug að Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hefðu komið til móts við flest­ar kröf­ur sjó­manna í yf­ir­stand­andi kjara­deil­u.

Val­mund­ur seg­ist skilja að auðvitað ná­ist ekki allt í gegn þegar samið er, en í áður­nefndri yf­ir­lýs­ingu voru tald­ar upp þær kröf­ur sem flest­um hafði ekki verið vel tekið af SFS.

Þessi full­yrðing var bara þess efn­is að það varð að svara henni. Það var komið til móts við fimm eða sex kröf­ur af tutt­ugu. Það seg­ir sig eig­in­lega sjálft að ef komið hefði verið til móts við all­ar okk­ur kröf­ur þá vær­um við ekki í verk­falli,“ seg­ir Val­mund­ur.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að vit­an­lega séu út­gerðar­menn einnig með sinn lista yfir kröf­ur sem flest­um hafi verið hafnað. Það sé önn­ur saga. Aðspurður seg­ir Val­mund­ur að farið verði að skoða þær kröf­ur ef og þegar sest verði við samn­inga­borðið:

„Það kem­ur bara í ljós, ef og þegar við byrj­um að tala sam­an.

mbl.is