„Himinn og haf sem skilur á milli deiluaðila“

mbl.is/Kristinn

Sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness boðar sjómenn til fundar á Gamla kaupfélaginu á miðvikudag og hefst fundurinn klukkan 14.

Dagskrá fundarins er að fara yfir „þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eftir að kjarasamningur sjómanna hefur verið felldur í tvígang,“ að því er segir í tilkynningu á vef félagsins.

Þá segir að á fundinum muni formaður félagsins fara yfir stöðuna en rétt sé að geta þess að fyrsti fundurinn með forsvarsmönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldinn á morgun og muni formaður greina frá niðurstöðu þess fundar. 

„Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að það er himinn og haf sem skilur á milli deiluaðila í þessum kjaraviðræðum og því mikilvægt að sjómenn mæti á fundinn til að fara yfir stöðuna,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is