Vélstjórar í VM eru ekki í verkfalli

Boðuðu verkfalli Félags vélstjóra og málmtæknimanna, VM, var aflýst þegar skrifað var undir samning. Það er hefðin og þýðir að verkfall hefst ekki sjálfkrafa ef samningur er felldur í atkvæðagreiðslu.

Þetta kemur fram á vef VM. 

Þar segir enn fremur að ef samningur sé felldur hefjist nýjar viðræður.

„Ef þær ganga ekki og samninganefnd metur stöðuna svo, getur nefndin boðað til verkfalls með hefðbundnum hætti, þ.e. látið kjósa um hvort farið verði í verkfall.“

mbl.is