Vélstjórar í VM eru ekki í verkfalli

Boðuðu verk­falli Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, VM, var af­lýst þegar skrifað var und­ir samn­ing. Það er hefðin og þýðir að verk­fall hefst ekki sjálf­krafa ef samn­ing­ur er felld­ur í at­kvæðagreiðslu.

Þetta kem­ur fram á vef VM. 

Þar seg­ir enn frem­ur að ef samn­ing­ur sé felld­ur hefj­ist nýj­ar viðræður.

„Ef þær ganga ekki og samn­inga­nefnd met­ur stöðuna svo, get­ur nefnd­in boðað til verk­falls með hefðbundn­um hætti, þ.e. látið kjósa um hvort farið verði í verk­fall.“

mbl.is