„Auðvitað er deilan grafalvarleg“

Frá upphafi fundarins í morgun.
Frá upphafi fundarins í morgun. mbl.is/Ófeigur

„Við ít­rekuðum okk­ar áherslu­atriði og kynnt­um hvað við get­um talið að yrði til lausn­ar deil­unni. Það var ekki vel tekið í það,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands­ins, um fund sjó­manna­for­yst­unn­ar og Sam­bands fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Fund­ur­inn hófst klukk­an 11 í morg­un og var lokið fyr­ir klukk­an 12. Hann var því stutt­ur eins og Val­mund grunaði.

Frétt mbl.is: Fund­ur í kjara­deilu sjó­manna haf­inn

mbl.is/Ó​feig­ur

„Stál í stál“

„Auðvitað er deil­an grafal­var­leg. Það er orðið langt á milli aðila og stál í stál,“ seg­ir hann.

„Í ljósi þess hvaða tími árs­ins þetta er var ákveðið að við mynd­um hvíla okk­ur yfir jól­in og hlaða batte­rí­in. Sjó­menn eru að hitt­ast  þessa dag­ana  og munu gera það á milli jóla og ný­árs eins og þeir gera yf­ir­leitt alltaf, til að bera sam­an bæk­ur sín­ar um kröfu­gerð og annað. Við reyn­um að fara inn í jól­in ró­leg­ir. Svo er búið að boða aft­ur fund eft­ir ára­mót.“

Frétt mbl.is: Næsti fund­ur eft­ir ára­mót

Við fundarborð ríkissáttasemjara.
Við fund­ar­borð rík­is­sátta­semj­ara. mbl.is/Ó​feig­ur
mbl.is