Næsti fundur eftir áramót

Heiðrun Lind á leið á fundinn í morgun.
Heiðrun Lind á leið á fundinn í morgun. mbl.is/Ófeigur

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir að fund­ur sjó­manna­for­yst­unn­ar og SFS sem er ný­lokið, hafi gengið ágæt­lega.

„Báðar hliðar reifuðu sín sjón­ar­mið og það fóru fram umræður um af­stöðu bak­lands­ins. Það var ákveðið að báðir aðilar myndu vinna sitt í hvoru lagi að mögu­legri lausn á deil­unni og hitt­ast form­lega aft­ur á fundi eft­ir ára­mót hjá rík­is­sátta­semj­ara,“ seg­ir Heiðrún Lind.

Sá fund­ur er verður hald­inn 5. janú­ar.

Frétt mbl.is: Fund­ur í kjara­deilu sjó­manna haf­inn

Við fundarborð ríkissáttasemjara.
Við fund­ar­borð rík­is­sátta­semj­ara. mbl.is/Ó​feig­ur

5 millj­arðar í hverri viku

Heiðrún Lind seg­ir að því sé ekki að leyna að staðan sé al­var­leg. „Ég held að báðir aðilar átti sig á því að staðan er snú­in og lausn er í það minnsta ekki í sjón­máli. Við höf­um sagt að það sé mikið í húfi og að markaðir geti tap­ast. Útflutn­ings­verðmæti geta numið um 5 millj­örðum í hverri viku sem myndu tap­ast. Ef verk­fall dregst á lang­inn geta þetta orðið stór­ar fjár­hæðir,“ seg­ir hún.

Fara á at­vinnu­leys­is­skrá

„Síðan er grát­legt að þetta bitn­ar á starfs­mönn­um fyr­ir­tækj­anna sem eru í fisk­vinnslu. Þeir fara þá á at­vinnu­leys­is­skrá. Ef ekki í vik­unni, þá fljót­lega.“

mbl.is