Hverfandi áhrif á vöruúrval í búðum

Frá fiskbúðinni Hafberg.
Frá fiskbúðinni Hafberg. mbl.is/Árni Sæberg

Sjó­manna­verk­fallið hef­ur ekki haft áhrif á fisk­sölu í land­inu að sögn Óskars Guðmunds­son­ar hjá fisk­búðinni Haf­berg en hann hef­ur starfað sem fisksali í að verða 40 ár, eða síðan 22. maí 1978. „Verk­fall sjó­manna hef­ur aldrei haft nein áhrif á fisk­versl­an­ir,“ seg­ir Óskar.

Ótíma­bundið verk­fall sjó­manna skall á fyr­ir viku síðan og sagði Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, í sam­tali við mbl.is að eng­inn fund­ur væri boðaður í deil­unni fyrr en 5. janú­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Frétt mbl.is: Næsti fund­ur eft­ir ára­mót

„Fisk­versl­an­ir hafa yf­ir­leitt stólað á þann fisk sem smá­bát­arn­ir koma með,“ seg­ir Óskar og bæt­ir við að menn rói á smærri bát­um ef veður og sjó­lag er til en verk­fallið nær ekki til þeirra. Óskar seg­ir það þó oft á tíðum erfitt að róa á þess­um tíma árs fyr­ir smærri báta, upp að 20 til 25 tonn­um.

Hann seg­ir þar að auki að á þess­um árs­tíma verði fisk­markaðir óstarf­hæf­ir í kring­um Þor­láks­messu, síðasta upp­boðið á fisk­mörkuðum sé dag­inn fyr­ir Þor­láks­messu sem „helg­ast af því að yf­ir­leitt er mjög erfitt að fá fisk flutt­an í bæ­inn yfir jóla­hald. Megnið af fiskn­um sem Reykja­vík­ur­svæðið not­ar er utan af landi,“ seg­ir hann.

Skat­an ekki eini fisk­ur­inn sem fólk borðar á jól­un­um

Óskar seg­ir að markaðsverð sé hærra á fiski þar sem fram­boð sé minna vegna verk­falls­ins. „Verð er í hærri kant­in­um en það er eðli­legt með til­liti til þess að það er gríðarlega lítið fram­boð,“ seg­ir Óskar.

En borða Íslend­ing­ar fisk á jól­un­um?

„Þetta er ríg­fast í ákveðnum hefðum,“ seg­ir Óskar. Að sjálf­sögðu spil­ar skat­an stórt hlut­verk hjá mörg­um á Þor­láks­messu en Óskar seg­ir að á aðfanga­dag sé nokkuð um að fólk leggi sér til munns lax, stór­lúðu, smá­lúðu eða skötu­sel. Þá er humar­inn einnig gríðarlega vin­sæll að sögn Óskars, en telst ekki til fisks. Hann seg­ir jól­in hátíð nostal­g­í­unn­ar:

„Fólk er að gera þess­ar gömlu góðu fiskirend­ur, þessa hluti sem þau lærðu hjá mömmu og ömmu,“ seg­ir Óskar og bæt­ir við að marg­ir þeirra sem borði fisk frek­ar en kjöt á aðfanga­dag hafi á orði að það sé miklu meiri of­ur­fæða en nokk­urn tím­an kjötið.

mbl.is