Verkfallið farið að bíta

Síðasta skipið í fiskiskipaflotanum kom af veiðum í gærkvöldi er …
Síðasta skipið í fiskiskipaflotanum kom af veiðum í gærkvöldi er Oddeyrin EA lagðist að bryggju á Akureyri eftir veiðiferð í Barentshaf. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verkfall sjómanna er þegar farið að hafa áhrif í fiskvinnslu og útflutningi. Verð á fiskmörkuðum hefur hækkað verulega, en fá tonn hafa verið boðin upp í vikunni miðað við það sem er venjulegt.

Síðasta skipið í fiskiskipaflotanum kom af veiðum í gærkvöldi er Oddeyrin EA lagðist að bryggju á Akureyri. Fáir bátar voru á sjó í gær vegna verkfallsins en auk þess var sjósókn minni báta erfið vegna veðurs. Alls voru boðin upp 39 tonn á fiskmörkuðunum í gær, en á meðaldegi eru boðin upp um 350 tonn.

Verð hefur hækkað verulega frá því að verkfall skall á og var meðalverð fyrir kíló af óslægðum þorski 431 króna í gær, en boðin voru upp 25 tonn. Dagana fyrir verkfall var algengt að verðið fyrir kíló af óslægðum þorski væri um 200 krónum lægra. Á meðalmánudegi eru boðin upp um 550 tonn, en núna á mánudaginn voru boðin upp 126 tonn.

Næsti fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður fyrr en 5. janúar nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: