Verkfallið farið að bíta

Síðasta skipið í fiskiskipaflotanum kom af veiðum í gærkvöldi er …
Síðasta skipið í fiskiskipaflotanum kom af veiðum í gærkvöldi er Oddeyrin EA lagðist að bryggju á Akureyri eftir veiðiferð í Barentshaf. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verk­fall sjó­manna er þegar farið að hafa áhrif í fisk­vinnslu og út­flutn­ingi. Verð á fisk­mörkuðum hef­ur hækkað veru­lega, en fá tonn hafa verið boðin upp í vik­unni miðað við það sem er venju­legt.

Síðasta skipið í fiski­skipa­flot­an­um kom af veiðum í gær­kvöldi er Oddeyr­in EA lagðist að bryggju á Ak­ur­eyri. Fáir bát­ar voru á sjó í gær vegna verk­falls­ins en auk þess var sjó­sókn minni báta erfið vegna veðurs. Alls voru boðin upp 39 tonn á fisk­mörkuðunum í gær, en á meðal­degi eru boðin upp um 350 tonn.

Verð hef­ur hækkað veru­lega frá því að verk­fall skall á og var meðal­verð fyr­ir kíló af óslægðum þorski 431 króna í gær, en boðin voru upp 25 tonn. Dag­ana fyr­ir verk­fall var al­gengt að verðið fyr­ir kíló af óslægðum þorski væri um 200 krón­um lægra. Á meðal­mánu­degi eru boðin upp um 550 tonn, en núna á mánu­dag­inn voru boðin upp 126 tonn.

Næsti fund­ur í deil­unni hef­ur ekki verið boðaður fyrr en 5. janú­ar nk.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: