Skora á sjómenn og SFS að semja

Skorað er á samtök sjómanna og SFS að ganga nú …
Skorað er á samtök sjómanna og SFS að ganga nú þegar frá nýjum kjarasamningi. mbl.is/Rax

Sjó­manna­deild Fram­sýn­ar skor­ar á sam­tök sjó­manna og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) að ganga strax frá nýj­um kjara­samn­ingi sem bygg­ir á kröf­um sjó­manna.

Einnig átel­ur Sjó­manna­deild Fram­sýn­ar Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi harðlega fyr­ir ákvörðun þeirra um að setja verk­bann á vél­stjóra frá 20. janú­ar næst­kom­andi.

Þetta kem­ur fram í álykt­un­um sem voru samþykkt­ar á aðal­fundi deild­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Verk­bann á vél­stjóra 20. janú­ar

Álykt­un um kjara­mál sjó­manna

„Aðal­fund­ur Sjó­manna­deild­ar Fram­sýn­ar skor­ar á sam­tök sjó­manna og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi að ganga nú þegar frá nýj­um kjara­samn­ingi sem bygg­ir á fram­lögðum kröf­um sjó­manna.  Fyr­ir ligg­ur að sjó­menn telja út­gerðar­menn ekki hafa komið til móts við helstu kröf­ur sjó­manna og því hafa ný­leg­ir kjara­samn­ing­ar verið felld­ir í tvígang með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta.  Að mati fund­ar­ins er ólíðandi með öllu að út­gerðarfyr­ir­tæk­in í land­inu skuli ekki sjá sóma sinn í því að und­ir­rita kjara­samn­ing sem bygg­ir á kröfu­gerð sjó­manna­sam­tak­anna. Það að sjó­menn séu bún­ir að vera samn­ings­laus­ir frá árs­lok­um 2010 lýs­ir best fram­komu út­gerðarmanna í garð sjó­manna, fram­komu sem sjó­menn munu ekki líða leng­ur. Um leið og Sjó­manna­deild Fram­sýn­ar send­ir sjó­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra hug­heil­ar jóla- og ára­móta­kveðjur skor­ar deild­in á sjó­menn um land allt að standa vörð um kjör og rétt­indi sjó­manna“

Álykt­un um stöðu vél­stjóra og fisk­vinnslu­fólks í verk­falli sjó­manna

„Aðal­fund­ur Sjó­manna­deild­ar Fram­sýn­ar átel­ur Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi harðlega fyr­ir ákvörðun þeirra um að setja verk­bann á vél­stjóra frá 20. janú­ar nk. verði ekki búið að semja fyr­ir þann tíma. Það þýðir að vél­stjór­ar verða tekju­laus­ir frá þeim tíma þar sem þeir missa laun­tekj­ur auk þess að eiga ekki rétt á at­vinnu­leys­is­bót­um. Fram­koma sem þessi er óafsak­an­leg og SFS til skamm­ar enda vél­stjór­ar ekki í verk­falli.

Þá vek­ur jafn­framt at­hygli að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi beini fisk­vinnslu­fólki á at­vinnu­leys­is­bæt­ur í verk­falli sjó­manna og beri því við að fisk­vinnslu­fólk hafi það mun betra á at­vinnu­leys­is­bót­um en á kaup­trygg­ingu hjá fyr­ir­tækj­un­um. Um er að ræða mjög al­var­leg­an áróður sem á ekki við rök að styðjast.  Væri svo að verka­fólk hefði það betra á at­vinnu­leys­is­bót­um en á kaup­trygg­ingu, væri það mik­ill áfell­is­dóm­ur yfir Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og verka­lýðshreyf­ing­unni. Það borgi sig að vera á at­vinnu­leys­is­bót­um í stað þess að vera á launa­skrá sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga.“

mbl.is