Má ekki dragast mikið lengur

Árni Friðriksson. Skipið þótti mjög fullkomið og henta vel til …
Árni Friðriksson. Skipið þótti mjög fullkomið og henta vel til fjölbreyttra rannsókna er það kom til landsins árið 2000 mbl.is/Sigurður Bogi

Það má ekki drag­ast mikið leng­ur að taka ákvörðun um nýtt skip fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un, að sögn Sig­urðar Guðjóns­son­ar for­stjóra. Hann bend­ir á að eldra skipið, Bjarni Sæ­munds­son, sé komið hátt á fimm­tugs­ald­ur. Þó svo að skipið hafi verið vel byggt í upp­hafi og end­ur­nýjað tals­vert á liðnum árum sé komið mikið viðhald á skipið. Árni Friðriks­son kom hins veg­ar nýr til lands­ins árið 2000. Þrátt fyr­ir ýms­ar áætlan­ir stjórn­valda um end­ur­nýj­un skipa­kost­ar­ins seg­ist Sig­urður ekki vita til þess að neitt hafi gerst í þeim efn­um síðustu ár.

Starfs­hóp­ar 2010 og 2013

Í mars 2013 var samþykkt í rík­is­stjórn, að til­lögu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að skipa starfs­hóp til að und­ir­búa smíði og fjár­mögn­un nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un. Björn Val­ur Gísla­son var skipaður formaður starfs­hóps­ins sem skilaði í nóv­em­ber 2013 stöðuskýrslu til Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sem þá var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Í bréfi Björns Vals til ráðherra kem­ur fram að al­menn samstaða og skiln­ing­ur hafi verið í starfs­hópn­um á nauðsyn þess að end­ur­nýja skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Það sé hins veg­ar mat starfs­hóps­ins að það þjóni litl­um til­gangi að halda und­ir­bún­ingi smíðinn­ar áfram nema ljóst sé að ráðist verði í smíði á nýju skipi strax í kjöl­farið.

Bjarni Sæmundsson. Eldra skip Hafrannsóknastofnunar var afhent 1970.
Bjarni Sæ­munds­son. Eldra skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar var af­hent 1970. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Hönn­un, útboð og smíði get­ur tekið um þrjú ár

Í stöðuskýrsl­unni frá 2013 kem­ur fram að miðað við smíði 40-45 metra rann­sókna­skips gæti heild­ar­kostnaður numið um 2,5 millj­örðum króna. Reiknað er með að verkið geti tekið ná­lægt þrem­ur árum frá því ákvörðun er tek­in, það er hönn­un­ar­ferli, útboð og smíði nýs skips. Ef tek­in yrði ákvörðun um smíði lengra skips myndi það auka nokkuð á smíðakostnað.

Starfs­hóp­ur sem for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar skipaði í lok árs 2010 hafði það verk­efni að meta þá þætti er snertu þarf­ir stofn­un­ar­inn­ar varðandi rann­sókna­skip og þá val­kosti sem væru til staðar. Stjórn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ályktaði að besti kost­ur­inn til framtíðar væri að smíða nýtt skip.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið fyrr í haust sagði Guðlaug­ur Jóns­son, skip­stjóri á upp­sjáv­ar­skip­inu Ven­usi NS, að Haf­rann­sókna­stofn­un væri oft of sein að bregðast við í sín­um rann­sókn­um, en stofn­un­in hefði verið í fjár­svelti og starfs­menn­irn­ir ættu alla hans samúð. „Fræðing­arn­ir mega ekki gleyma því að um borð í veiðiskip­un­um eru mjög full­kom­in tæki til mæl­inga og oft miklu nýrri og full­komn­ari en um borð í rann­sókna­skip­un­um,“ sagði Guðlaug­ur.

Á ferðinni með betlistaf­inn vegna tækja­kaupa

Sig­urður Guðjóns­son seg­ir að það sé rétt að stofn­un­in hafi ekki haft bol­magn sem skyldi til að end­ur­nýja tæki í rann­sókna­skip­un­um. „Þess vegna höf­um við verið á ferðinni með betlistaf­inn í des­em­ber,“ seg­ir Sig­urður. „Við höf­um rætt við stjórn­völd og vilj­um end­ur­nýja tölvu- og tækja­búnað í báðum skip­un­um, ekki síst að því er varðar berg­máls­leit­ar­tæki. Um er að ræða ein­hverja tugi millj­óna, sem eru ekki mjög stór­ar töl­ur í stóra sam­heng­inu. Við erum með um­sókn í svo­nefnd­um Verkfna­sjóði sjáv­ar­út­vegs­ins og erum að vona að við fáum já­kvæð svör þaðan núna í kring­um ára­mót­in.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: