Tæplega 100 sagt upp á Vestfjörðum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verka­lýðsfé­lagi Vest­f­irðinga hafa borist tvær til­kynn­ing­ar um upp­sagn­ir vegna hrá­efn­is­skorts sem hef­ur mynd­ast vegna verk­falls sjó­manna. Oddi á Pat­reks­firði og Íslenskt sjáv­ar­fang á Þing­eyri hafa gripið til þess að nýta sér þá heim­ild að taka starfs­fólk af launa­skrá vegna hrá­efn­is­skorts. Þetta kem­ur fram í frétt Bæj­ar­ins besta í morg­un.

Verk­fall sjó­manna hef­ur nú staðið síðan 14. des­em­ber og hef­ur hrá­efn­is­skort­ur gert vart við sig í fisk­vinnsl­um víða um land. 

Um er að ræða heim­ild­ar­á­kvæði sem Vinnu­mála­stofn­un gaf til­kynn­ingu um 19. des­em­ber að fyr­ir­tæki gætu nýtt sér. Heim­ild­in gef­ur fyr­ir­tækj­un­um leyfi til að taka fólk af launa­skrá og fólk sæk­ir þá um at­vinnu­leys­is­bæt­ur í fram­haldi af því.

Finn­bogi Svein­björns­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga, seg­ir þetta vera neyðarúr­ræði: „Þessi leið er mun harðari en halda fólki á launa­skrá, en þetta er neyðarúr­ræði sem fyr­ir­tæk­in hafa í þeirri stöðu sem er, það er ekk­ert hrá­efni og fyr­ir­tæki sjá ekki fram á að halda fullri vinnslu. Þarna eru fyr­ir­tæk­in að taka þá áhættu að starfs­fólkið nýti sér þann rétt að það geti til­kynnt að það fari að vinna ann­ars staðar ef stoppið verður lengra en 5 vik­ur.“

Um er að ræða um 35 manns á Þing­eyri og tæp­lega 60 manns hjá Odda á Pat­reks­firði. Upp­sagn­irn­ar ná því til hátt í 100 manns „Þetta er gríðarleg­ur fjöldi fólks og mjög al­var­leg staða sem kom­in er upp. Það er bæði mik­il ábyrgð fyr­ir okk­ur í stétt­ar­fé­lög­un­um og út­gerðafé­lög­in að klára samn­ing við sjó­menn og ná að af­stýra frek­ara tjóni. Báðir aðilar verða að koma að samn­inga­borðinu og finna lausn á þess­ari deilu,“ seg­ir Finn­bogi, í sam­tali við Bæj­ar­ins besta en frétt­ina er hægt að lesa í heild hér.


mbl.is