Uppsagnirnar ekkert einsdæmi

Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur …
Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur hráefnisskortur gert vart við sig í fiskvinnslum víða um land. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er ekk­ert eins­dæmi. Fyr­ir­tæki út um allt land hafa verið að til­kynna okk­ur um fyr­ir­vara­lausa upp­sögn og rekstr­ar­stöðvun vegna hrá­efn­is­skorts,“ seg­ir Giss­ur Pét­urs­son, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tæp­lega 100 manns hafi verið sagt upp á Vest­fjörðum vegna hrá­efn­is­skorts sem hef­ur mynd­ast vegna verk­falls sjó­manna.  

Frétt mbl.is - Tæp­lega 100 sagt upp á Vest­fjörðum

Verk­fall sjó­manna hef­ur nú staðið síðan 14. des­em­ber og hef­ur hrá­efn­is­skort­ur gert vart við sig í fisk­vinnsl­um víða um land. Þann 19. des­em­ber sendi Vinnu­mála­stofn­un frá sér til­kynn­ingu þar sem kynnt­ar voru þær leiðir sem fyr­ir­tæki geta valið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er kom­in.

Leiðirn­ar eru eft­ir­far­andi:

  1. Til­kynna lok­un sam­kvæmt lög­um um greiðslur At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna fisk­vinnslu­fólks, núm­er 51/​1995.Í lög­un­um er heim­ild til Vinnu­mála­stofn­un­ar um að fjölga dög­um sem greitt er fyr­ir vegna hrá­efn­is­skorts sem staf­ar af verk­föll­um og/​eða verk­bönn­um.
  2. Til­kynna um rekstr­ar­stöðvun sam­kvæmt lög­um um rétt verka­fólks til upp­sagn­ar­frests frá störf­um og til launa vegna sjúk­dóms- og slysa­for­falla, núm­er 19/​1979.
Gissur gengur út frá því að þegar verkfallinu ljúki og …
Giss­ur geng­ur út frá því að þegar verk­fall­inu ljúki og hrá­efn­is­skort­ur ekki leng­ur fyr­ir hendi muni fólk ganga aft­ur til sinna hefðbundnu starfa. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

Óska eft­ir því að fyr­ir­tæki nýti leið núm­er eitt 

Giss­ur seg­ir Vinnu­mála­stofn­un hafa óskað eft­ir því að fyr­ir­tæki nýti sér frek­ar leið núm­er eitt ef þau hafi tök á því. Fyr­ir­tæk­in Oddi á Pat­reks­firði og Íslenskt sjáv­ar­fang á Þing­eyri nýttu sér hins veg­ar leið núm­er tvö við upp­sagn­ir sín­ar. 

Spurður um hvaða regl­ur gildi um rétt­indi og bæt­ur þess fólks sem sagt hef­ur verið upp störf­um seg­ir Giss­ur það ráðast af mati á aðstæðum hvers og eins. „Rétt­ur­inn til bóta get­ur verið mis­jafn eft­ir aðstæðum hvers og eins. Það eru jafn­vel dæmi þess að menn hafi eng­an bóta­rétt þar sem þeir hafa ekki áunnið sér nein rétt­indi, til dæm­is ef fólk er búið að vinna stutt á ís­lensk­um vinnu­markaði. Í þess­um til­fell­um er verið að nýta per­sónu­bund­in rétt­indi sem að ein­stak­ling­ur­inn hef­ur verið að ávinna sér,“ seg­ir Giss­ur.

Hann geng­ur þó út frá því að þegar verk­fall­inu ljúki og hrá­efn­is­skort­ur ekki leng­ur fyr­ir hendi muni þetta fólk ganga aft­ur til sinna hefðbundnu starfa. „Við höf­um verið á því að það sé æski­legra að fyr­ir­tæki nýti sér fyrri leiðina ef þau hafa tök á því og haldi fólki á laun­um og fái í staðinn greidd mót­fram­lög úr At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, það er hag­felld­ast að okk­ar mati fyr­ir fisk­vinnslu­fólkið. Það trygg­ir bet­ur rétt­indi þeirra þar sem marg­ir eru ekki bún­ir að starfa nægi­lega lengi til að öðlast rétt á bót­um við upp­sögn.“

Það eru fyr­ir­tæk­in sjálf sem taka rekstr­ar­lega ákvörðun um hvaða leið er far­in en svo virðist vera sem leið núm­er tvö verði oft­ar fyr­ir val­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina