Einstakur viðburður á norðurskautinu

Mynd Aqua-gervitunglsins af hafísnum á norðurskautinu í september.
Mynd Aqua-gervitunglsins af hafísnum á norðurskautinu í september. AFP

Hlý­ind­in sem hafa ráðið ríkj­um á norður­skaut­inu það sem af er vetri eru svo óvenju­leg að jafn­vel með óstöðugra veðurfari sem fylg­ir hnatt­rænni hlýn­un má aðeins vænt­ar þeirra á um tvö hundruð ára fresti. Þetta er mat vís­inda­manna sem hafa unnið or­saka­grein­ingu á hlý­ind­un­um þar.

Mynd­un haf­íss í Norður-Íshaf­inu hef­ur verið með hæg­asta móti í vet­ur eft­ir óvenju­lega hita­bylgju sem gekk þar yfir í nóv­em­ber og aft­ur nú í kring­um jól­in. Við norður­pól­inn var hita­stigið þegar það var sem hæst 15°C hærra en það sem vana­legt telst á þeim slóðum á þess­um árs­tíma. Miðgild­is­hiti á norður­póln­um var 13°C yfir meðaltali nóv­em­ber­mánaðar.

Frétt Mbl.is: Hita­bylgja á norður­póln­um

Hóp­ur vís­inda­manna sem geng­ur und­ir nafn­inu World We­ather Attri­buti­on reyn­ir að kanna hvernig lofts­lags jarðar sem nú er að breyt­ast vegna íhlut­un­ar manna hef­ur áhrif á staðbundið veðurfar. Hann hef­ur birt niður­stöður fyr­ir hita­bylgj­una á norður­póln­um og segja að hún væri „gríðarlega ólík­leg“ þegar ekki er tekið til­lit til lofts­lags­breyt­inga af völd­um manna.

Vís­inda­menn­irn­ir kanna meðal ann­ars hversu mikið hita­stigið sker sig frá þekktu hita­stigi á póln­um í fortíðinni en keyra einnig tölvu­líkön þar sem þeir geta kannað hversu lík­leg­ir viðburðir af þessu tagi væru með og án áhrifa manna á lofts­lagið.

Meira en runa ótengdra til­vilj­ana

Niðurstaða þeirra var sú að hita­stigið á svæðinu norðan 80. breidd­ar­gráðu sé for­dæma­laust frá því að gervi­hnatta­mæl­ing­ar hóf­ust árið 1979. Tölvu­líkön­in sýndu að á jörðu þar sem menn hefðu ekki bætt gríðarlegu magni gróður­húsaloft­teg­unda við loft­hjúp­inn ætti hita­bylgja af þessu tagi sér aldrei stað.

Jafn­vel þegar gert var ráð fyr­ir áhrif­um okk­ar á loft­hjúp­inn var at­b­urður af þessu tagi afar fá­gæt­ur, aðeins einu sinni á um tvö hundruð ára fresti.

Frétt Mbl.is: Merki hlýn­un­ar sterk­ari en áður

Þess ber að geta að þessi nær raun­tíma­vinnsla vís­inda­mann­anna á gögn­un­um hef­ur ekki farið í gegn­um ritrýni annarra vís­inda­manna. Þeir sér­fræðing­ar sem Washingt­on Post ræddi við töldu rann­sókn­ina sann­fær­andi. Aðferðirn­ar sem þeir notuðu hefðu verið ritrýnd­ar. Svo virðist vera að lofts­lagið sé enn næm­ara fyr­ir breyt­ing­un­um en lofts­lags­líkön.

Þó að metárið 2012 eigi enn metið yfir lág­marks­út­breiðslu haf­íss­ins í sept­em­ber hef­ur út­breiðsla hans eft­ir það verið enn minni í ár en þá. Mark Ser­reze, for­stöðumaður Snjó- og ís­gagnamiðstöðvar Banda­ríkj­anna, bend­ir á að ástandið á norður­slóðum hafi verið óvenju­legt lengi, jafn­vel þó litið sé fram hjá hlý­ind­un­um í vet­ur.

Frétt Mbl.is: Hita­bylgja á norður­skaut­inu

Þannig hafi hita­stigið við norður­pól­inn nán­ast náð bræðslu­marki í des­em­ber í fyrra. Marg­ir hafi talið að út­breiðsla haf­íss­ins yrði eins tak­mörkuð og hún var haustið 2007. Árið 2012 hafi hins veg­ar sökkt því meti með af­ger­andi hætti. Há­marks­út­breiðsla haf­íss­ins í vor hafi síðan verið sú minnsta frá því að mæl­ing­ar hóf­ust.

„Á ein­hverj­um tíma­punkti verða menn að viður­kenna að röð merki­legra at­b­urða á norður­skaut­inu er meira en runa ótengdra til­vilj­ana,“ seg­ir Ser­reze.

Um­fjöll­un Washingt­on Post

mbl.is

Bloggað um frétt­ina