„Verðið á markaði nú er gott og því sækja menn á sjó þegar gefst, segir Heiðar Magnússon útgerðarmaður Brynju SH í Ólafsvík.
Það sem ræður háu fiskverði nú er verkfall sjómanna á fiskiskipum, sem nær þó ekki til báta sem eru undir tólf lengdarmetrum. Af þessum sökum er lítið framboð af fiski nú, en eftirspurn er mikil um áramót.
Þann 30. desember var meðal-verð kílós á þorski á Fiskmarkaði Snæfellsnesbæjar 428 kr. og þorskur sem er stærri en 8 kíló fór á 600 kr/kg., að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.