Óvissa með undanþágur í verkfalli

Óvissa ríkir um loðnuleiðangurinn í byrjun árs.
Óvissa ríkir um loðnuleiðangurinn í byrjun árs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn­end­ur HB Granda hafa ákveðið að sækja ekki um und­anþágu frá verk­falli sjó­manna fyr­ir áhafn­ir upp­sjáv­ar­skip­anna sem fara áttu í loðnu­leiðang­ur fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un sem stend­ur fyr­ir dyr­um.

„Okk­ur fannst það frek­ar óþægi­leg staða í miðju verk­falli að fara á sjó með und­anþágu. Við vilj­um ekki rugga bátn­um,“ seg­ir Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son út­gerðar­stjóri. „Það hefði líka verið tals­verð fyr­ir­höfn að græja skip­in fyr­ir loðnuna og aðeins ör­fáa daga á sjó.“

Nefnd sjó­manna­fé­lag­anna sem af­greiðir und­anþágu­beiðnir vegna verk­falls­ins ætlaði að funda í dag vegna loðnu­mæl­ing­anna sem farið er í á allra fyrstu dög­um hvers árs. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að ekki sé ein­hug­ur inn­an sjón­manna­fé­lag­anna um hvort gefa skuli und­anþágur frá verk­fall­inu. Sé ein­hver einn á móti er ólík­legt að heim­ild­in fá­ist.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: