Sjómannasamband Íslands hafnaði í gærmorgun beiðni Hafrannsóknastofnunnar um undanþágu frá sjómannaverkfallinu vegna loðnuleitar.
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, stjórnar loðnuleitinni og segir hann ljóst að leiðangurinn muni ekki fara af stað í dag eins og upphaflega var ætlað.
„Við ætlum að fara betur yfir þetta [í dag]. Við erum með okkar tvö rannsóknarskip og svo eitt veiðiskip frá Grænlandi sem verkfallið hefur ekki áhrif á og við munum bara skoða hvað við getum gert með þeim skipum í þessari stöðu.“