Fá ekki undanþágu frá verkfalli

Óvissa ríkir um hinn fyrirhugaða loðnuleiðangur.
Óvissa ríkir um hinn fyrirhugaða loðnuleiðangur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjó­manna­sam­band Íslands hafnaði í gær­morg­un beiðni Haf­rann­sókna­stofn­unn­ar um und­anþágu frá sjó­manna­verk­fall­inu vegna loðnu­leit­ar.

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, stjórn­ar loðnu­leit­inni og seg­ir hann ljóst að leiðang­ur­inn muni ekki fara af stað í dag eins og upp­haf­lega var ætlað.

„Við ætl­um að fara bet­ur yfir þetta [í dag]. Við erum með okk­ar tvö rann­sókn­ar­skip og svo eitt veiðiskip frá Græn­landi sem verk­fallið hef­ur ekki áhrif á og við mun­um bara skoða hvað við get­um gert með þeim skip­um í þess­ari stöðu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: