Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum.
Valmundur greindist með æxli í heila nú fyrir jól og mun Konráð Alfreðsson, varaformaður sambandsins, sinna störfum formanns þar til Valmundur kemur aftur. Var ákvörðunin tekin í samráði við stjórn sambandsins.
Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Valmundur ekki vita hvað tæki við hjá sér en hann er nú í fríi erlendis.