Hnattræn hlýnun tók sér enga pásu

Vísindanefnd Bandaríkjaþings var sökuð um nornaveiðar.
Vísindanefnd Bandaríkjaþings var sökuð um nornaveiðar. AFP

Frétt­ir um hlé á hnatt­rænni hlýn­un á ár­un­um 1998 til 2014 voru rang­ar, sam­kvæmt niður­stöðum bresk-banda­rískr­ar rann­sókn­ar sem birt­ar voru í dag. Þykja þær staðfesta niður­stöður fyrri rann­sókn­ar, sem þó hef­ur verið nokkuð um­deild.

Vís­inda­menn við Kali­forn­íu-há­skól­ann í Berkeley og við York-há­skól­ann í Englandi unnu sam­an að rann­sókn­inni til að sann­reyna niður­stöður Banda­rísku haf- og lofts­lags­stofn­un­ar­inn­ar (NOAA), sem birt­ar voru árið 2015.

Rann­sókn stofn­un­ar­inn­ar hafði sýnt að bauj­ur, sem nú eru notaðar til að mæla sjáv­ar­hita, sýna gjarn­an lægri hita­stigstöl­ur en í gamla kerf­inu, þegar skip voru notuð til að mæla hit­ann.

Ályktuðu vís­inda­menn við stofn­un­ina að þessi breyt­ing hefði í raun falið hluta þeirr­ar hlýn­un­ar sem raun­veru­lega átti sér stað á þess­um árum, 1998 til 2014.

Frétt mbl.is: Ekki hef­ur hægt á hlýn­un

Grænlandsjökull er víðfeðmur og óvæginn. Nú virðist sem hann bráðni …
Græn­lands­jök­ull er víðfeðmur og óvæg­inn. Nú virðist sem hann bráðni æ hraðar. mbl.is/​RAX

Kröfðust tölvu­póst­sam­skipta

Ein­hverj­ir vís­inda­menn hafa þó verið ósátt­ir við þá niður­stöðu og hafa full­yrt að í raun hafi þarna átt sér stað nokk­urs kon­ar pása eða rof á hnatt­rænni hlýn­un. Rann­sókn­in hef­ur þá einnig verið gagn­rýnd af þeim sem telja hnatt­ræna hlýn­un vera ein­tóma blekk­ingu.

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings, und­ir for­ystu re­públi­kana, hef­ur meira að segja kraf­ist þess að vís­inda­menn stofn­un­ar­inn­ar sýni lög­gjaf­arþing­inu tölvu­póst­sam­skipti sín um rann­sókn­ina.

Stofn­un­in samþykkti að út­vega gögn og svara vís­inda­leg­um spurn­ing­um, en neitaði að af­henda tölvu­póst­ana. Lýstu marg­ir í vís­inda­sam­fé­lag­inu yfir stuðningi við þá ákvörðun.

Frétt mbl.is: Vís­inda­nefnd sökuð um norna­veiðar

Margar lífverur eiga í vök að verjast vegna loftslagsbreytinga.
Marg­ar líf­ver­ur eiga í vök að verj­ast vegna lofts­lags­breyt­inga. mbl.is/​Rax

Efuðust í upp­hafi

Eins og áður sagði staðfesta niður­stöður nýju rann­sókn­ar­inn­ar það sem NOAA hafði áður gefið út, að ekk­ert rof varð á hlýn­un­inni.

„Niður­stöður okk­ar þýða í raun að NOAA hafði rétt fyr­ir sér, að þau voru ekki að skálda þetta upp,“ seg­ir Zeke Haus­fat­her, aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar.

„Við efuðumst í upp­hafi um niður­stöður NOAA, því þær sýndu hraðari hlýn­un en Veður­stofa Bret­lands hafði áður gefið til kynna,“ seg­ir þá Kevin Cowt­an við York-há­skóla.

„Svo við ákváðum að sann­reyna þetta sjálf, með öðru­vísi aðferðum og öðrum gögn­um. Nú telj­um við að þau hafi haft rétt fyr­ir sér og ný gögn frá Veður­stofu Jap­ans staðfesta það sömu­leiðis.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina