Svigrúm útgerðarinnar í kjaradeilu er að þrengjast

Smásölukeðjur á meginlandinu vilja nýjan fisk daglega og ef Ísland …
Smásölukeðjur á meginlandinu vilja nýjan fisk daglega og ef Ísland klikkar þarf að finna nýja birgja íhvelli, segir Eiríkur Tómasson. Í baksýn eru togarar Þorbjarnarins, Hrafn Sveinbjarnarson GK og Gnúpur GK. mbl.is/Sigurður Bogi

„Núna fyrstu dag­ana í janú­ar ættu bát­arn­ir sam­kvæmt öllu eðli­legu að vera að fara út og vinnsl­an að kom­ast í gang. Í þessu er hins veg­ar lítið að gera nema vona að verk­fallið leys­ist hjá sátta­semj­ara. Ég get lítið gert. En auðvitað er frek­ar súrt að horfa hér út um glugg­ann á skrif­stof­unni og sjá öll skip bund­in við bryggju á tím­um þegar ágæt­lega fisk­ast,“ seg­ir Ei­rík­ur Tóm­as­son, for­stjóri Þor­bjarn­ar­ins í Grinda­vík.

Sex skip bund­in við bryggju

Hjá Þor­birn­in­um eru sex skip í út­gerð; það eru frysti­tog­ar­arn­ir Gnúp­ur og Hrafn Svein­bjarn­ar­son og línu­bát­arn­ir Valdi­mar, Hrafn, Sturla og Tóm­as Þor­valds­son. Þeir hafa verið bundn­ir við bryggju frá 14. des­em­ber eða frá því verk­fall sjó­manna á fiski­skip­um skall á. Um þess­ar mund­ir eru það aðeins smá­báta­menn sem sækja sjó og það stíft, enda eft­ir­spurn­in eft­ir hrá­efni mik­il svo verð á fisk­mörkuðum er hátt. Magnið er þó ekki slíkt að það geti haldið uppi vinnslu í stór­um fyr­ir­tækj­um og fyr­ir vikið er lá­deyða í öllu.

Skyldu þeir róa í dag? Að þessu er gjarn­an spurt í Grinda­vík, í bæ þar sem allt hverf­ist um sjáv­ar­út­veg­inn og að hægt sé að sækja sjó. Svo er hins veg­ar ekki í verk­falli, þar sem virðist langt í lausn.

„Þótt oft sé erfitt að sækja sjó í janú­ar og fe­brú­ar vegna veðurs fisk­ast oft ágæt­lega. Á þess­um tíma var að minnsta kosti fyrr á tíð gjarn­an verið hér við suður­strönd­ina. Á síðustu árum hef­ur hins veg­ar oft­ar verið fisk að fá fyr­ir aust­an og al­veg að Kol­beins­ey fyr­ir norðan. Skip­stjór­arn­ir hafa því þurft að færa sig alltaf lengra og lengra rang­sæl­is um landið til þess að kom­ast á góð mið,“ seg­ir Ei­rík­ur Tóm­as­son.

Verk­un á salt­fiski er meg­inþátt­ur­inn í vinnslu Þor­bjarn­ar­ins og í des­em­ber voru frá fyr­ir­tæk­inu send­ar mikl­ar birgðir til kaup­enda í Suður-Evr­ópu. Sá markaður er því birg­ur í bili. Sjó­fryst­ar afurðir af tog­ur­un­um sem fara til Bret­lands eru önn­ur stoð. Hin þriðja er vinnsla á fersk­um fiski sem fer með flugi til kaup­enda í Mið-Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um en á góðum degi fara 5-10 tonn frá Þor­birn­in­um á þá markaði.

Viðkvæm­ur markaður

„Ferski markaður­inn er mjög viðkvæm­ur. Ég hef ástæðu til þess að ótt­ast að hvenær sem verk­fallið leys­ist verði kaup­end­ur ytra bún­ir að setja okk­ur aft­ar í röðina. Smá­sölu­keðjurn­ar á meg­in­land­inu vilja nýj­an fisk dag­lega og ef Ísland klikk­ar þarf að finna nýja birgja í hvelli, svo sem í Nor­egi. Sam­keppn­in til dæm­is við Norðmenn­ina er mjög hörð. Það verður líka að hafa í huga að í sjó­manna­verk­föll­um í kring­um alda­mót­in var sjáv­ar­út­veg­ur­inn ekki kom­inn svo langt að verið væri að flytja út nýj­ar afurðir á hverj­um degi. Þetta er til þess að gera nýr en jafn­framt afar kröfu­h­arður markaður sem við meg­um ekki glata,“ út­skýr­ir Ei­rík­ur. Við þetta seg­ir hann svo bæt­ast að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé að kom­ast í vanda eft­ir um 20% styrk­ingu á gengi krón­unn­ar á síðustu mánuðum. Al­menn staða efna­hags­mál­anna skap­ar vanda, enda þótt að flestra mati sé góðæri á Íslandi.

Krón­an dúndr­ast niður

„Breska pundið gagn­vart ís­lensku krón­unni er hrunið og verðið fyr­ir sjó­fryst­ar afurðir sem fara á Bret­land er lágt. Sama máli gegn­ir um aðra markaði, hver sem gjald­miðill­inn er. Við þetta bæt­ist svo að vaxta­stigið, sem seðlabank­inn stýr­ir, er hátt og er­lend­ur gjald­eyr­ir sem kem­ur í gegn­um ferðamenn­ina streym­ir inn í landið og þá dúndr­ast krón­an niður gagn­vart öðrum mynt­um. Af­kom­an hef­ur því versnað mikið að und­an­förnu og svig­rúm út­gerðar­inn­ar til að mæta kröf­um sjó­manna í kjara­deilu er mjög að þrengj­ast,“ seg­ir Ei­rík­ur Tóm­ars­son. „Ann­ars finnst mér, svo ég segi nú eins og er, frem­ur óljóst hverj­ar kröf­ur sjó­manna í verk­fall­inu núna eru ná­kvæm­lega. Það er greini­lega blanda af mjög mörg­um mál­um sem þarf að leysa við samn­inga­borðið. Von­andi skýrist staðan eitt­hvað þegar samn­inga­nefnd­ir sjó­manna og út­gerðar­inn­ar koma sam­an til fund­ar sem boðaður er nú á fimmtu­dag­inn.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: