Yfir 1.000 umsóknir vegna verkfalls

Næsti fundur í sjómannadeilunni verður á morgun.
Næsti fundur í sjómannadeilunni verður á morgun. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Borist hafa í kring­um 1.100 um­sókn­ir um at­vinnu­leys­is­bæt­ur til Vinnu­mála­stofn­un­ar vegna sjó­manna­verk­falls­ins.

Um 900 um­sókn­ir eru þegar komn­ar inn í kerfi stofn­un­ar­inn­ar en þar fyr­ir utan eru um 200 til 250 á leiðinni þangað inn.

Um­sókn­irn­ar sem tengd­ust vinnslu­stöðvun í fisk­vinnslu voru 832 tals­ins 29. des­em­ber.

Frétt mbl.is: 832 um­sókn­ir um at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar

Fiskvinnsla hjá HB Granda.
Fisk­vinnsla hjá HB Granda. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

Betri töl­ur í lok vik­unn­ar

Að sögn Unn­ar Sverr­is­dótt­ur, aðstoðarfor­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, hef­ur um­sókn­un­um fjölgað jafnt og þétt með hverj­um deg­in­um sem hef­ur liðið síðan verk­fallið hófst 14. des­em­ber síðastliðinn.

Hún sér ekki merki um annað en að þær muni halda áfram að ber­ast. „Svo er all­ur gang­ur á því hvaða bóta­rétt fólk á. Það þarf að meta það ein­stak­lings­bundið,“ seg­ir Unn­ur.

Hún býst við því að í lok vik­unn­ar verði komn­ar betri töl­ur um hversu marg­ir úr fisk­vinnsl­unni hafa sótt um bæt­ur frá ára­mót­um.

Vinnumálastofnun.
Vinnu­mála­stofn­un. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Fundað næst á morg­un

Spurð út í þenn­an mikla fjölda seg­ir hún þró­un­ina vera slæma. „Fólk er að ganga á sín per­sónu­legu trygg­inga­rétt­indi.“

Næsti fund­ur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og sjó­manna­for­yst­unn­ar verður hjá rík­is­sátta­semj­ara á morg­un.

Frétt mbl.is: Þarf að hugsa út fyr­ir boxið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina