Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Grafarholti um miðnætti en hann er grunaður um brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglunnar vegna rannsóknar á málinu.
Um þrjúleytið var síðan annar maður handtekinn á heimili í Hafnarfirði grunaður um heimilisofbeldi. Maðurinn er einnig vistaður í fangageymslu lögreglunnar vegna rannsóknar á málinu.