Fundi sjómannaforystunnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er nýlokið hjá ríkissáttasemjara. Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að öllum kröfum sjómanna hafi verið hafnað á fundinum.
Næsti fundur í deilunni verður haldinn á mánudaginn.
Þetta var fyrsti fundurinn í kjaradeilunni síðan 20. desember en verkfall sjómanna hefur staðið yfir síðan 14. desember.
Það hefur haft víðtæk áhrif á sjávarútveginn í landinu.