Verkfall sjómanna á gámaskipum boðað

mbl.is/Sigurður Bogi

Verk­fall fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags Íslands sem starfa á hluta af gáma­skip­um Eim­skips hef­ur verið boðað frá og með 16. janú­ar tak­ist ekki að semja um kjör þeirra fyr­ir þann tíma.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Eim­skip­um en ekki hef­ur náðst sam­komu­lag í kjara­deil­unni. Sjó­manna­fé­lag Íslands boðaði af þeim sök­um verk­fall í dag.

Viðræður standa enn yfir og von­ast Eim­skip til þess að sam­komu­lag ná­ist.

mbl.is