Eiga að fá mannsæmandi laun

„Ég styð íslenska sjómenn hundrað prósent,“ sagði Erpur Eyvindarson.
„Ég styð íslenska sjómenn hundrað prósent,“ sagði Erpur Eyvindarson. mbl.is/Þorvaldur

Einn þeirra sem mættu á sam­stöðufund sjó­manna fyr­ir utan hús Rík­is­sátta­semj­ara í dag var tón­list­armaður­inn Erp­ur Ey­vind­ar­son. Hann seg­ist hafa mætt til að standa með ís­lensk­um sjó­mönn­um í bar­áttu þeirra fyr­ir sann­gjörn­um kjör­um.

„Ég er mætt­ur, eðli­lega. Hryggj­ar­stykkið í efna­hags­lífi okk­ar Íslend­inga er hér mætt holdi klætt og ef ein­hver á skilið að fá sann­gjörn laun eru það menn­irn­ir sem hír­ast úti á ball­ar­hafi í 30-40 daga í senn til að styðja við þjóðarbúið. Þetta eru menn sem ég get peppað alla leið, og ekki bara af því að ég á ætt­ir að rekja vest­ur á firði í alla mögu­lega ættliði, held­ur vegna þess að þetta er rétt­læt­is­mál. Þetta eru bara hetj­ur og þeir eiga að fá mann­sæm­andi laun,“ sagði Erp­ur í sam­tali við mbl.is.

„Það er allt í lagi að menn græði, en þegar græðgi út­gerðarmanna er far­in að bitna á þeim sem bera út­gerðirn­ar uppi, þá finnst mér nóg komið. Ég styð ís­lenska sjó­menn hundrað pró­sent,“ sagði Erp­ur Ey­vind­ar­son.

mbl.is