Fundað í sjómannadeilunni

Fundað í sjómannadeilunni í húsi ríkissáttasemjara.
Fundað í sjómannadeilunni í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

Fund­ur milli samn­ingsaðila í kjara­deilu sjó­manna og út­gerða hófst nú fyr­ir stundu hjá Rík­is­sátta­semj­ara. 

Eins og fram hef­ur komið ber enn tals­vert í milli hjá samn­ingsaðilum en Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, sem sit­ur í samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands Íslands, sagði í viðtali við mbl.is í morg­un að hann teldi lík­legt að lín­ur tækju að skýr­ast á fund­in­um í dag.

Sjómenn hafa safnast saman við Karphúsið til að mótmæla.
Sjó­menn hafa safn­ast sam­an við Karp­húsið til að mót­mæla. mbl.is/​Eggert

Fyr­ir fram var áætlað að fund­ur­inn myndi standa til kl. 15. Frek­ari frétta af gangi viðræðna ætti því að vera að vænta inn­an skamms.

Sjó­menn hafa fjöl­mennt við Karp­húsið, en þeir vilja mót­mæla því að hafa ekki sömu rétt­indi og annað vinn­andi fólk. Þeir vilja gefa skýr skila­boð um það að þeir mæti ekki um borð ef lög verði sett á verk­fallið.

mbl.is/​Eggert
mbl.is