„Sættum okkur ekki við lagasetningu“

Þórólfur Júlían Dagsson.
Þórólfur Júlían Dagsson. mbl.is/Eggert

„Verði sett lög á verk­fall sjó­manna ætla sjó­menn ekki að mæta til skips síns.“ Þetta seg­ir Þórólf­ur Júlí­an Dags­son, ann­ar skip­leggj­enda sam­stöðufund­ar ís­lenskra sjó­manna sem nú stend­ur yfir við húsa­kynni Rík­is­sátta­semj­ara. 

Þórólf­ur seg­ir ný­leg­ar fregn­ir af því að mögu­lega standi til að setja lög á verk­fall sjó­manna hafa orðið til þess að sjó­menn fjöl­menntu á sam­stöðufund­inn í dag til að koma því skýrt á fram­færi að ekki verði unað við laga­setn­ingu á verk­fallið af þeirra hálfu. Komi til laga­setn­ing­ar muni sjó­menn ein­fald­lega ekki mæta til skips.

„Þetta byrjaði með stofn­un Face­book-síðu sem ber nafnið Sjó­menn á Íslandi. Það má segja að þar hafi þögn­in verið rof­in því þar fengu sjó­menn vett­vang til að koma sín­um skoðunum á fram­færi,“ seg­ir Þórólf­ur.

„Nú er svo komið að við erum að koma því á fram­færi að ef það verða sett lög á okk­ur, þá för­um við bara ekk­ert út á sjó. Það er bara ósköp ein­falt,“ bæt­ir hann við.

mbl.is/​Eggert

Þakk­ar Heiðrúnu Lind um­mæl­in

Þórólf­ur seg­ir eitt öðru frem­ur hafa orðið til þess að sjó­menn ákváðu að mæta á vett­vang sátta­fund­ar­ins í dag. „Um­mæli Heiðrún­ar Lind­ar um að laun sjó­manna séu norðan við tvær millj­ón­ir á mánuði eru hrein­lega út úr kú. Það eru mögu­lega ein­hverj­ir sjó­menn með svona tekj­ur, en þeir eru fáir og eng­inn okk­ar hér þekk­ir nokk­urn sem afl­ar svo mik­ils. Ég er vél­stjóri og þar af leiðandi á auka­hlut, en ég er með fjórðung þeirra launa sem hún tal­ar um. Að segja þetta laun sjó­manna er al­ger­lega frá­leitt, en þetta leiddi til þess að hér erum við komn­ir og vilj­um sýna fram á það að við mun­um ekki sætta okk­ur við laga­setn­ingu á okk­ar kjara­bar­áttu,“ seg­ir Þórólf­ur.

Hann seg­ir sjó­menn vilja sömu rétt­indi og aðrir og að öðrum kosti muni menn ekki mæta til vinnu, sama hvað öðru líður. Þá bend­ir hann sér­stak­lega á að olíu­verðsviðmiðin þurfi að laga, þau séu úr sér geng­in og í engu sam­ræmi við það sem ætti að vera miðað við þró­un­ina und­an­geng­in ár.

mbl.is