„Það eru engin verkefni“

00:00
00:00

„Fisk­vinnslu­fólk verður at­vinnu­laust og sjó­menn nátt­úr­lega eru ekki að róa þannig að það eru eng­in verk­efni,“ seg­ir Kristó­fer Jóns­son, sjó­maður á Höfr­ungi III., um ástandið í heima­bæ sín­um, Akra­nesi, vegna verk­falls sjó­manna.

Sjó­menn segj­ast ekki munu mæta til vinnu verði lög sett á verk­fallið en þeir mættu fyr­ir utan hús­næði rík­is­sátta­semj­ara í há­deg­inu, þar sem samn­ings­menn deiluaðila funduðu, til að sýna sam­stöðu í kjara­bar­átt­unni.

„Ef við eig­um að geta samið um okk­ar kjör og það ligg­ur alltaf í loft­inu að það geti verið sett lög á verk­föll þá erum við bara ekki í neinni samn­ingsaðstöðu,“ seg­ir Þórólf­ur Júlí­an Dags­son sem er einn skipu­leggj­enda mót­mæl­anna.

Þeir sem sjó­menn sem mbl.is ræddi við gáfu lítið fyr­ir full­yrðing­ar for­svars­manna Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um að launa­kjör þeirra væru í raun mjög góð.

mbl.is var í Borg­ar­túni í dag þar sem sjó­menn komu sam­an.

Leiðrétt­ing 15.48: Í mynd­skeiðinu kem­ur fram að Jón Grét­ar Levy Jóns­son heiti Jón Grét­ar Leif­ur Jóns­son. Það leiðrétt­ist hér með.

mbl.is