Ekki lengur stál í stál

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir allt tal um lögbann …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir allt tal um lögbann á verkfall sjómanna fjarri sanni og gagnrýnir að alþingismenn skuli láta slíkt frá sér að svo komnu máli. mbl.is/Stella Andrea

Fund­um í kjara­deilu sjó­manna verður fram haldið í dag kl. 13 hjá Rík­is­sáttta­semj­ara. Lítið er gefið upp um fram­gang ein­stakra mála en fram­kvæmda­stjóri  SFS seg­ir áfram­hald­andi fund­ar­höld deiluaðila já­kvæða þróun.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sagði í sam­tali við mbl.is að fund­ur samn­inga­nefnda sjó­manna og út­gerða í gær hefði gengið ágæt­lega. „Við erum að hitt­ast aft­ur í dag. Ég held að það hljóti að telj­ast já­kvætt,“ sagði Heiðrún.

Hún seg­ir góðan anda í viðræðunum og það að menn séu að hitt­ast dag­lega til að leita lausna sé fram­för frá því sem verið hef­ur.

Heiðrún seg­ir fund­araðila hafa komið sér sam­an um það hvaða mál verði tek­in fyr­ir á næst­unni en ekki verði gefið upp að svo stöddu hvernig gangi með ein­stök mál.

Umræða um inn­grip stjórn­valda úr lausu lofti grip­in

Heiðrún Lind seg­ir það ekki vilja SFS að Alþingi hlut­ist til um deil­una, en tals­vert hef­ur verið um það rætt meðal sjó­manna og á sam­fé­lags­miðlum að stjórn­völd grípi mögu­lega til laga­setn­ing­ar á vinnu­stöðvun sjó­manna.

Sjá frétt: Sætt­um okk­ur ekki við laga­setn­ingu

Innt eft­ir sinni sýn á þá hlið máls­ins seg­ist Heiðrún hvergi hafa heyrt né séð nokkuð um að slíkt komi til greina nema frá Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Pírata. Hún seg­ir SFS þvert á móti hafa heim­ild­ir fyr­ir því að ekk­ert slíkt sé í far­vatn­inu, og gagn­rýn­ir það harðlega að þingmaður leyfi sér að varpa slíku fram á þessu stigi viðkvæmra kjara­deilna.

„Það er ábyrgðar­hluti af alþing­is­manni að setja svona fram og ekki til þess fallið að hafa góð áhrif. En á meðan verið er að ræða sam­an, þá er ríkið ekki að fara að hlutast til,“ sagði Heiðrún Lind í sam­tali við mbl.is.

mbl.is