Eimskip semur við sjómenn

Verkfalli sem átti að hefjast 16. janúar 2017 hefur því …
Verkfalli sem átti að hefjast 16. janúar 2017 hefur því verið aflýst. mbl.is/Árni Sæberg

Samkomulag hefur náðst á milli Sjómannafélag Íslands (SÍ) og Eimskips varðandi kaup og kjör félagsmanna SÍ sem starfa á gámaskipum félagsins í áætlunarsiglingum til og frá Íslandi. Verkfalli sem átti að hefjast 16. janúar 2017 hefur því verið aflýst.

Samningurinn, sem undirritaður var í gær, gildir til ársloka 2020.

mbl.is