Róa til fiskjar í miðju verkfalli

Sjómenn í Snæfellsbæ fjölmenntu á bryggjuna þegar Steinunn SH lagðist …
Sjómenn í Snæfellsbæ fjölmenntu á bryggjuna þegar Steinunn SH lagðist að eftir veiðiferðina. mbl.is/Alfons Finnsson

Drag­nót­ar­bát­ur­inn Stein­unn SH hélt á miðin í gær frá Ólafs­vík og aft­ur í morg­un. Eig­end­ur skips­ins segj­ast í full­um rétti en yf­ir­lög­fræðing­ur ASÍ seg­ir um klárt verk­falls­brot að ræða. 

Útgerð Stein­unn­ar SH er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og á þeirri for­sendu að áhafn­ar­meðlim­ir væru jafn­framt út­gerðaraðilar var haldið til veiða í gær­morg­un. Fjöldi sjó­manna tók svo í gær­kvöld á móti Stein­unni SH þegar bát­ur­inn kom til hafn­ar í Ólafs­vík.

Eggert Bjarna­son sjó­maður færði áhöfn Stein­unn­ar SH blóm­vönd fyr­ir hönd sjó­manna í Snæ­fells­bæ og þakkaði þeim fyr­ir sam­stöðuna í miðri kjara­deilu sjó­manna. Lét hann þess jafn­framt getið að hann vonaðist til að áhöfn­in á Stein­unni komi til með að njóta þeirra kjara­bóta sem sjó­menn eru nú að berj­ast fyr­ir.

Eggert Bjarnason sjómaður í Snæfellsbæ færði skipsverjum blóm sem
Eggert Bjarna­son sjó­maður í Snæ­fells­bæ færði skipsverj­um blóm sem "þakk­lætis­vott" fyr­ir að róa í verk­falli sjó­manna. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Fengu grænt ljós frá lög­fræðingi SFS

Óðinn Krist­munds­son, einn af eig­end­um út­gerðar Stein­unn­ar, sagði í gær­kvöldi að þeir hefðu fullt leyfi til að fara á sjó þar sem eig­end­urn­ir væru fimm um borð og þá voru aðrir fjór­ir um borð sem tengj­ast út­gerðinni fjöl­skyldu­bönd­um.

„Við höf­um kannað þetta mál til hlít­ar og feng­um álit lög­fræðings SFS og þeirra mat er að við mætt­um fara á sjó,“ sagði Óðinn þegar sjó­menn ræddu við hann á hafn­ar­bakk­an­um, að því er fram kem­ur í frétt Skessu­horns.

Að sögn Eggerts Bjarna­son­ar eru sjó­menn í Snæ­fells­bæ afar ósátt­ir við að aðrir sjó­menn séu að brjóta sam­stöðu í miðju verk­falli, jafn­vel þótt fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki eigi í hlut. Hann seg­ir að haft hafi verið sam­band við Vil­hjálm Birg­is­son formann Verka­lýðsfé­lag Akra­ness í dag vegna máls­ins, þar sem formaður Verka­lýðsfé­lags Snæ­fells­ness hafi ekki viljað taka af­stöðu með sjó­mönn­um. 

Vil­hjálm­ur staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is nú fyr­ir stundu: „Svona mál er alltaf á for­svari stétt­ar­fé­lags á viðkom­andi svæði, svo þetta til­heyr­ir ekki mín­um fé­lags­mönn­um beint. Hins veg­ar höfðu sjó­menn sam­band við mig frá Snæ­fellsnesi í gær til að kanna hvort hér gæti verið um verk­falls­brot að ræða. Þeir upp­lýstu mig um hvernig mönn­un skips­ins væri til háttað, og ég bar það síðan und­ir yf­ir­lög­fræðing ASÍ," sagði Vil­hjálm­ur.

Hann seg­ir mat yf­ir­lög­fræðings ASÍ hafa verið kýr­skýrt; hér væri um verk­falls­brot að ræða. 

Upp­fært kl. 10:44: Stein­unn SH hélt aft­ur á sjó í morg­un og er vænt­an­leg til lönd­un­ar í kvöld

„Mun taka málið upp á samn­inga­fundi í dag“

„Mér finnst það miður ef ein­stak­ir út­gerðar­menn ætla ekki að virða sam­stöðu sjó­manna í sínu verk­falli og halda til fiskj­ar, og gremja sjó­manna verður um­tals­verð fyr­ir vikið,“ bæt­ir Vil­hjálm­ur við. 

Hann bend­ir á að ekki sé um neinn smá­bát að ræða held­ur 150 tonna fiski­skip að ræða með níu manna áhöfn. Vil­hjálm­ur seg­ir það eðli­leg­ast, þegar ágrein­ing­ur sem þessi kem­ur upp, að mál­inu sé vísað til Fé­lags­dóms til úr­sk­urðar. 

„En til að það sé hægt verður stétt­ar­fé­lagið á svæðinu að hafa for­svar í slíku, því lögv­arðir hags­mun­ir af úr­lausn máls­ins ligg­ur hjá því stétt­ar­fé­lagi. Ég mun hins veg­ar nefna þetta á fundi okk­ar samn­inga­nefnd­ar við full­trúa út­gerða á fundi okk­ar í dag kl. 14, því svona fram­koma er síst til þess fall­in að hjálpa sjó­mönn­um í sinni kjara­bar­áttu á því viðkvæma stigi sem nú er uppi,“ sagði Vil­hjálm­ur Bjarna­son í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina