Sveitarstjórn Langanesbyggðar harmar eindregið ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um lokun suðvesturbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svonefndri neyðarbraut.
Í ályktun sveitastjórnarinnar, sem samþykkt var samhljóða, segir að sú ákvörðun muni hafa grafalvarlegar afleiðingar. Aldrei megi gleyma að það sé „sameiginleg ábyrgð allrar þjóðarinnar að öryggi og heilsu íbúa landsins sé ekki stefnt í tvísýnu.“
Lokun flugbrautarinnar sé ekki einkamál borgarstjórnar Reykjavíkur, því flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sé mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar.