Sjómenn gætu samið í vikunni

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.
Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Karl Eskil

Hugs­an­lega verður samið í kjara­deilu sjó­manna á næstu dög­um en fund­ir hafa gengið vel að und­an­förnu. Þetta seg­ir Kon­ráð Al­freðsson, vara­formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands. „Það gekk vel í gær. Við erum búin að ræða svo mikið sam­an alla vik­una að við vit­um hvar við höf­um hvert annað,“ seg­ir Kon­ráð um viðræðurn­ar.

Hann seg­ir að verið sé að tog­ast á um hluti þar sem hægt er að þoka mál­um. „Það hef­ur gengið bæri­lega,“ seg­ir Kon­ráð. Spurður hvort samið verði í janú­ar svar­ar hann ját­andi og seg­ist að minnsta kosti vona það. Hugs­an­lega verði samið í þess­ari viku, en ekki sé hægt að full­yrða um slíkt.

Næsti fund­ur í deil­unni verður á morg­un í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Spurður hvort sjó­menn mæti þangað svang­ir til leiks til að spara pláss fyr­ir vöffl­urn­ar sem eru bakaðar þegar samn­ing­ur er í höfn: „Við erum bún­ir að vera svang­ir all­an tím­ann,“ seg­ir Kon­ráð á léttu nót­un­um en bæt­ir svo við að það sé ekki lík­legt að samn­ing­ur ná­ist á fund­in­um á morg­un, en svar­ar með já­kvæðari hætti spurn­ingu blaðamanns hvort fund­ur­inn á morg­un verði hugs­an­lega síðasti fund­ur fyr­ir und­ir­rit­un.

mbl.is