Grjótharðir sjómenn

Hetjur hafsins sýndu samstöðu í verki á samstöðufundi á Austurvelli …
Hetjur hafsins sýndu samstöðu í verki á samstöðufundi á Austurvelli í dag. mbl.is/Golli

Sjó­menn fylktu liði á Aust­ur­völl í dag til sam­stöðufund­ar. Menn segj­ast grjót­h­arðir á sín­um kröf­um og krefjast leiðrétt­ing­ar kjara sinna.

Að sögn Þórólfs Júlí­ans Dags­son­ar, eins skipu­leggj­enda fund­ar­ins, ákváðu sjó­menn að efna til fund­ar­ins vegna ný­legra frétta um upp­sagn­ir fisk­vinnslu­fólks. 

Sjá frétt: Sam­stöðufund­ur á Aust­ur­velli kl. 16

Vart hef­ur farið fram hjá mörg­um að sjó­menn eru í verk­falli og hafa verið í 5 vik­ur, eða frá 14. des­em­ber síðastliðnum. Fiski­skipa­flot­inn ligg­ur því all­ur við höfn á meðan sjó­menn krefjast betri kjara.

Togarajaxlarnir Barði Már Barðason, Bjarni Friðriksson og Steinar Már Björnsson.
Tog­arajaxl­arn­ir Barði Már Barðason, Bjarni Friðriks­son og Stein­ar Már Björns­son. mbl.is/​Golli

Meðal þeirra sem lögðu leið sína á fund­inn voru Barði Már Barðason, Bjarni Friðriks­son og Stein­ar Már Björns­son. All­ir eru þeir tog­arajaxl­ar, hokn­ir af reynslu og hafa róið á miðin í ára­tugi. 

Þeir segja morg­un­ljóst að mik­il samstaða ríki meðal stétt­ar­inn­ar í því að það verði eng­inn samn­ing­ur samþykkt­ur sem taki ekki á stóru mál­un­um; olíu­verðinu og ný­smíðaálag­inu.

„Menn eru grjót­h­arðir í þessu. Það er ekki eins og verið sé að sníkja ein­hver for­rétt­indi, við erum bara að biðja um það sem allt annað vinn­andi fólk fær og þykir sjálfsagt,“ segja þeir.

„Það skipt­ir voðal­ega litlu hvort við fáum eitt vett­lingapar í viðbót eður ei, það er ekki það sem skipt­ir máli hér. Það þarf að mæta kröf­um sjó­manna varðandi stóru mál­in og lag­færa þau viðmið sem nú eru á ol­íu­kostnaði og ný­smíðaálag­inu að minnsta kosti. Ann­ars verður ekki samið, það er al­veg á hreinu.“

Ekki var annað að heyra á fund­ar­gest­um en að all­ir sem einn tækju í sama streng og mik­ill ein­hug­ur ein­kenndi and­rúms­loftið á Austu­velli í dag.

mbl.is