Indverskur lögreglumaður var handtekinn í dag grunaður um að hafa nauðgað þroskaskerti konu í suðurhluta landsins.
Hann er sakaður um að hafa boðið konunni, sem er þrítug að aldri, far þegar hann ók fram á hana á göngu meðfram þjóðveginum og nauðgað henni síðan í bílnum.
Yfirlögregluþjóninn í Karnataka, Isha Pant, segir að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum eftir að móðir konunnar lagði fram kæru í gærkvöldi.
Ofbeldið átti sér stað um helgina þegar fjölmenn uppskeruhátíð var haldin í héraðinu og fáir strætisvagnar á ferðinni. Því þáði konan far hjá lögreglumanninum, að því er segir í frétt AFP.