Gríðarlega erfitt ef verkfall varir mikið lengur

Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks hefur áhyggjur af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja ef …
Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks hefur áhyggjur af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja ef verkfall sjómanna varir mikið lengur. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Veru­lega mun sverfa að ís­lensk­um fisk­markaði og fisk­fram­leiðend­um ef verk­fall sjó­manna dregst frek­ar á lang­inn. Fram­kvæmda­stjóri Ísfisks seg­ir auk­inn áhuga á fiski vegna stór­minnkaðs fram­boðs, viðskipta­sam­bönd haldi enn hjá sínu fyr­ir­tæki en ef verk­fallið verður mikið lengra horfi til stór­felldra vand­ræða.

Gríðarlega erfitt ef verk­fall dregst frek­ar

„Ef eig­end­ur og viðskipta­banki fisk­fram­leiðenda standa ekki þétt sam­an til að leysa þann sam­drátt í fjár­magns­flæði sem óhjá­kvæmi­lega verður ef áhrifa verk­falls­ins gæt­ir mikið leng­ur, mun það aug­ljós­lega verða gríðarlega erfitt hjá ís­lensk­um fisk­fram­leiðend­um,“ seg­ir Al­bert Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfisks.

Al­bert seg­ir mörg sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki mjög skuld­sett og geti menn ekki fengið til­slak­an­ir á gjald­dög­um hjá sín­um viðskipta­banka geti staðan orðið ansi þung.

„Sam­kvæmt mín­um upp­lýs­ing­um hafa menn átt misauðvelt með að ná slíku fram. Ef menn geta ekki fengið hlut­um hliðrað til er hætt við því að ein­hverj­ir þurfi að leggja upp laup­ana,“ seg­ir hann.

Get­ur orðið óyf­ir­stíg­an­legt

Al­bert seg­ir að komi til þess að verk­fallið drag­ist á lang­inn verði það lík­lega óyf­ir­stíg­an­legt fyr­ir mörg ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. „Ef þetta dregst enn frek­ar á lang­inn verður það bara hrein­lega hræðilegt. Það er ekk­ert öðru­vísi en það,“ bæt­ir hann við.

Aðspurður um stöðuna á fisk­markaði hér­lend­is seg­ir Al­bert stöðuna á síðustu árum hafa verið þá að uppistaðan af fiski á markaði komi af dagróðrar­bát­um, sem eru und­an­skild­ir verk­falli sjó­manna á fiski­skip­um og geta því róið – ef veður leyf­ir.

„Það er alltaf háð veðri hvenær minni bát­arn­ir geta róið. Í gær og í dag er eng­in sjó­sókn vegna veðurs og þá kem­ur ekk­ert inn. Það er eðli­lega fljótt að klár­ast og það er vont að markaður­inn skuli eiga allt sitt und­ir ís­lenska janú­ar­veðrinu, eins og staðan er í dag,“ seg­ir Al­bert Svavars­son.

mbl.is