Verkbann SFS á vélstjóra hefst í kvöld

Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir aðgerðir SFS ósangjarnar og hvetur …
Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir aðgerðir SFS ósangjarnar og hvetur félagsmenn til að sýna hörku og samstöðu gegn þeim. Mynd úr safni.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hef­ur hafnað beiðni VM um frest­un á verk­banni, sem sam­tök­in boðuðu á vél­stjóra á fiski­skip­um. Verk­bannið mun því hefjast kl. 22:00 í kvöld.

VM, fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, hvet­ur vél­stjóra inn­an fé­lags­ins, til að mæta þess­ari aðgerð af fullri hörku. Þá hvet­ur Guðmund­ar Ragn­ars­son, formaður VM, fé­lags­menn til að neita því að sótt verði um und­anþágu á verk­bann­inu fyr­ir þá.

Fé­lagið get­ur þá stutt þá fé­lags­menn í að neita að vinna í verk­bann­inu og komið í veg fyr­ir þving­an­ir af hálfu fyr­ir­tækj­anna á vél­stjóra. Við hljót­um að ganga út frá því að fyr­ir­tæki inn­an SFS ætli að vera sjálf­um sér sam­kvæm og fram­fylgja verk­bann­inu,“ seg­ir Guðmund­ar Ragn­ars­son formaður fé­lags­ins.

mbl.is