Sjómannafélag Eyjafjarðar hélt baráttufund í gær á Hótel KEA vegna sjómannaverkfallsins.
Verkfallið hefur nú staðið í 6 vikur, eða frá 14. desember 2016.
Til fundarins mættu um 90 manns og haft er eftir Þorgeiri Baldurssyni að mikill einhugur hafi einkennt fundinn. Menn voru samstíga í að hvika ekki frá þeim kröfum sem sjómenn hafa sett í sinni kjarabaráttu við útgerðarmenn.
Eins og fram hefur komið var fundarhöldum frestað síðastliðinn þriðjudag, en næsti fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag.