Baráttufundur sjómanna á Akureyri

Um 90 manns mættu til baráttufundar á Akureyri í gær.
Um 90 manns mættu til baráttufundar á Akureyri í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar hélt bar­áttufund í gær á Hót­el KEA vegna sjó­manna­verk­falls­ins. 

Verk­fallið hef­ur nú staðið í 6 vik­ur, eða frá 14. des­em­ber 2016.

Til fund­ar­ins mættu um 90 manns og haft er eft­ir Þor­geiri Bald­urs­syni að mik­ill ein­hug­ur hafi ein­kennt fund­inn. Menn voru sam­stíga í að hvika ekki frá þeim kröf­um sem sjó­menn hafa sett í sinni kjara­bar­áttu við út­gerðar­menn. 

Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, í ræðustól á fundinum í …
Kon­ráð Al­freðsson, formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar, í ræðustól á fund­in­um í gær. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Eins og fram hef­ur komið var fund­ar­höld­um frestað síðastliðinn þriðju­dag, en næsti fund­ur hef­ur verið boðaður hjá rík­is­sátta­semj­ara næst­kom­andi mánu­dag.

mbl.is