Baráttuhugur í Húsvíkingum

Sjómannadeild Framsýnar á Húsavík fundaði um kjarasamningadeilu sjómanna á föstudag. …
Sjómannadeild Framsýnar á Húsavík fundaði um kjarasamningadeilu sjómanna á föstudag. Mikill einhugur ríkir meðal húsvískra sjómanna um að standa fastir á kröfum sínum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjó­manna­deild verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar á Húsa­vík stóð fyr­ir fjöl­menn­um fundi um stöðuna í kjara­mál­um sjó­manna síðastliðið föstu­dags­kvöld.

Staðan mjög al­var­leg

Formaður fé­lags­ins, Aðal­steinn Árni Bald­urs­son, og formaður sjó­manna­deild­ar­inn­ar, Jakob Gunn­ar Hjaltalín, fóru yfir stöðuna og þau til­boð sem gengið hafa milli samn­ingsaðila til lausn­ar á kjara­deil­unni. Í máli þeirra kom fram að staðan væri mjög al­var­leg þar sem út­gerðar­menn hafa ekki verið vilj­ug­ir til að ganga að kröf­um sjó­manna þrátt fyr­ir góða af­komu grein­ar­inn­ar, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu um málið sem barst 200 míl­um nú í kvöld.

Þrjú atriði hafi þokast áfram; kostnaðarþátt­taka út­gerðar­inn­ar er varðar fæðismál, hlífðarfatnað og net­kostnað sjó­manna um borð í fiski­skip­um. Útgerðar­menn hafi hins veg­ar al­farið hafnað breyt­ing­um á olíu­viðmiðinu og bót­um vegna af­náms  á sjó­manna­afslætt­in­um. Þá hafi kröf­um sjó­manna um breyt­ing­ar á ný­smíðaálag­inu verið vísað út af borðinu og væru þær því ekki í end­an­leg­um til­lög­um sjó­manna til lausn­ar kjara­deil­unni.

Til­lög­ur út­gerðanna fela í sér frek­ari skerðing­ar

Að því er fram kem­ur hafa út­gerðar­menn lagt fram til­lög­ur að  breyt­ing­um á samn­ingn­um sem sjó­menn hafi ekki tekið vel í enda sé þar um að ræða aukn­ar skerðing­ar á nú­gild­andi kjara­samn­ingi. Sé þar sér­stak­lega um að ræða breyt­ing­ar á veik­inda- og slysa­rétti sjó­manna sem og auk­inni þátt­töku sjó­manna í slysa­trygg­ing­um út­gerðar­inn­ar.

Niður­stöður leyni­legr­ar kosn­ing­ar af­ger­andi

Eft­ir mikl­ar og góðar umræður samþykktu sjó­menn inn­an Fram­sýn­ar að standa fast­ir á þeim tveim­ur atriðum sem standa út af. Leyni­leg at­kvæðagreiðsla fór fram á fund­in­um.

Niðurstaða kosn­ing­ar­inn­ar var borðleggj­andi; hver ein­asti fé­lags­maður sem tók af­stöðu kvaðst ekki munu sætta sig við annað en að gengið yrði að kröf­um sjó­manna varðandi olíu­verðsmynd­un­ina sem og því að bæt­ur vegna af­náms  sjó­manna­afslátt­ar­ins kæmu til.

Standa og falla með kröf­um sjó­manna

Þá mót­mæla sjó­menn harðlega hug­mynd­um út­gerðar­inn­ar um aukna þátt­töku sjó­manna í slysa­trygg­ing­um út­gerðar­inn­ar og hug­mynd­um um að breyt­ing­ar verði gerðar á veik­inda­rétti sjó­manna. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að niðurstaðan verði ekki skýr­ari; sjó­menn séu til­bún­ir að standa og falla með fram­lögðum kröf­um Sjó­manna­sam­bands­ins.

Útgerðar­menn virðast bíða laga­setn­ing­ar á verk­fallið

Þá kem­ur fram að á morg­un, mánu­dag, hafi verið boðað til samn­inga­fund­ar í deil­unni hjá rík­is­sátta­semj­ara. Miðað við viðbrögð sjó­manna á Húsa­vík og víða um land séu mikl­ar lík­ur á því að upp úr viðræðum slitni á morg­un nema út­gerðar­menn komi að borðinu með samn­ings­vilj­ann að vopni. Því miður sé ekk­ert sem bend­ir til þess í augna­blik­inu.

Deila sjó­manna og út­gerðarmanna harðnar með hverj­um degi sem líður. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að svo virðist sem út­gerðar­menn bíði þess að sett verði lög á deil­una í boði nýrr­ar rík­i­s­tjórn­ar - þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar nýs sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um annað.

mbl.is