Fundur að hefjast í sjómannadeilunni

Sest verður að samningaborðum í sjómannadeilunni nú kl. 13 í …
Sest verður að samningaborðum í sjómannadeilunni nú kl. 13 í dag eftir að viðræður sigldu í strand fyrir tæpri viku. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Staðan er al­var­leg í kjaraviðræðum sjó­manna og út­gerða. Fundað verður hjá Rík­is­sátta­semj­ara í dag kl. 13.

Samn­inga­nefnd­ar­menn kveðast ef­ins um að samn­ing­ar ná­ist í dag ef samn­ingsaðilar beggja vegna borðsins slá ekki af kröf­um sín­um.

Samninganefnd sjómanna er mætt í Karphúsið.
Samn­inga­nefnd sjó­manna er mætt í Karp­húsið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Síðasti fund­ur samn­inga­nefnd­anna fór fram í síðustu viku, en þá sigldu viðræðurn­ar í strand eft­ir að ljóst varð að gjá­in milli samn­ingsaðila í veiga­mikl­um mál­um væri óyf­ir­stíg­an­leg að svo komnu máli.

Þá verður ekki annað lesið úr orðum Vil­hjálms Birg­is­son­ar, samn­inga­manns Sjó­manna­sam­bands Íslands, en að veru­lega beri enn í milli samn­ingsaðila og að enn sé tals­vert í land svo sjó­menn geti samþykkt nýja samn­inga.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður VM. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fundað stíft á lands­byggðinni

Verka­lýðsfé­lög sjó­manna vítt og breitt um landið hafa fundað með sín­um fé­lags­mönn­um und­an­farna daga og kynnt þeim fram­gang viðræðna hingað til. Ekki verður annað séð en að mik­ill ein­hug­ur ríki í röðum sjó­manna og krefjast þeir þess að tekið verði til­lit til þeirra helstu krafna. 

Sjá: Bar­áttu­hug­ur í Hús­vík­ing­um

Sjá: Bar­áttufund­ur sjó­manna á Ak­ur­eyri

Sjá: Fjöl­menn­asti fund­ur í sögu fé­lags­ins

Forsvarsmenn deiluaðila mæta til fundarins nú fyrir stundu.
For­svars­menn deiluaðila mæta til fund­ar­ins nú fyr­ir stundu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Haft var eft­ir Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, að nú þyrfti að koma á dag­inn hvort for­svars­menn sjó­manna teldu lík­ur á því að mögu­legt væri að ná samn­ing­um sem sjó­menn gætu fellt sig við. 

Guðmundur Ragnarsson á leið til fundarins nú rétt í þessu.
Guðmund­ur Ragn­ars­son á leið til fund­ar­ins nú rétt í þessu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Það verður því áhuga­vert að fylgj­ast með niður­stöðu fund­ar­ins í dag, og 200 míl­ur verða að sjálf­sögðu með putt­ann á þeim púls­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina