Lög á sjómannaverkfall ekki á dagskrá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir að ekki sé á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar að setja lög á sjó­manna­verk­fallið.

Hún seg­ir að báðir dei­lend­ur verði að semja og gefa eft­ir.

„Staðan er auðvitað af­leit og hún er far­in að hafa mik­il áhrif til hins verra á markaði fyr­ir fisk­inn okk­ar,“ sagði Þor­gerður Katrín í sam­tali við Rúv.

Verk­fall sjó­manna hef­ur staðið yfir síðan um miðjan des­em­ber.

mbl.is