Slitnað hefur upp úr kjarasamningaviðræðum sjómanna og útgerðarmanna. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að útvegsmenn telji sig ekki geta komið til móts við sanngjarnar kröfur sjómanna um hækkun á olíuverðsviðmiði og bætur vegna sjómannaafsláttarins.
Því hafi fundi verið slitið þar eð ekki kom til greina af hálfu sjómanna að ganga að nýjum kjarasamningi nema komið yrði til móts við kröfur þeirra í þessum efnum.
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.