Ábyrgðin hjá báðum aðilum

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðan í kjaraviðræðum sjó­manna og vél­stjóra við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi er mjög al­var­leg eft­ir að upp úr viðræðunum slitnaði. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá samn­inga­nefnd VM - Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna. Þar seg­ir enn­frem­ur að full­yrðing SFS um að VM og fé­lög sjó­manna hafi slitið viðræðunum sé röng.

Samn­inga­nefnd VM líti svo á að á fund­in­um hjá rík­is­sátta­semj­ara hafi niðurstaðan orðið sú að ekki væri flöt­ur á áfram­hald­andi viðræðum. Því hafi fundi fundi slitið. Ábyrgðin á því liggi hjá báðum aðilum. Ýmis­legt hafi náðst fram í samn­inga­ferl­inu af kröf­um VM. Full ástæða sé til þess að halda því til haga. Hins veg­ar sé und­ir­liggj­andi mik­il óánægja meðal vél­stjóra á fiski­skip­um sem orðið hafi til þess að kjara­samn­ing­ur­inn sem gerður hafi verið var felld­ur. Ástæða þess sé að stór­um hluta á ábyrgð út­gerðanna.

„Það er verk­efni samn­inga­nefnd­ar VM að leita allra leiða til að koma á kjara­samn­ingi við SFS og und­an þeirri ábyrgð verður ekki vikist. Þrátt fyr­ir þann tíma sem er liðinn, frá því að verk­fallið hófst og marga fundi, hef­ur samn­inga­nefnd VM ekki fengið sjálf­stæðan fund með SFS um sér­kröf­ur VM. Vilji samn­inga­nefnd­ar­inn­ar er  að fá áfram­hald­andi viðræður um sér­kröf­ur vél­stjóra á fiski­skip­um. Hafni SFS því er aug­ljóst hver samn­inga­vilj­inn er af þeirra hálfu.“

mbl.is