Flottustu silfurrefir landsins

Árni Sæberg ljósmyndari er einn þeirra sem ber aldurinn afar …
Árni Sæberg ljósmyndari er einn þeirra sem ber aldurinn afar vel. Hann hugsar vel um sig á líkama og sál, stundar sjósund og fleira mannbætandi.

Grátt hár hefur sjaldan verið vinsælla, svo vinsælt að ungt fólk litar hárið á sér grátt í gríð og erg. Hefur þessi tíska meðal annars gert það að verkum að fólk leyfir sér frekar að verða gráhært enda ekkert nema sjarmerandi að leyfa aldrinum og þroskanum að njóta sín á allan hátt. Hafa gráhærðar fyrirsætur á öllum aldri því sjaldan notið jafnmikilla vinsælda.

Smartland tók saman nokkra stórglæsilega íslenska karlmenn sem allir eiga það sameiginlegt að vera orðnir örlítið grásprengdir eða gráhærðir og bera það með eindæmum vel.

Baltasar Kormákur leikstjóri hefur lengi verið þekktur fyrir þokkafullt útlit …
Baltasar Kormákur leikstjóri hefur lengi verið þekktur fyrir þokkafullt útlit sitt. Balti er orðinn grásprengdur og er óhætt að segja að sú staðreynd dragi ekki úr þeim eiginleikum hans. mbl
Ragnar Axelsson ljósmyndari er án efa með glæsilegri silfurrefum landsins …
Ragnar Axelsson ljósmyndari er án efa með glæsilegri silfurrefum landsins en hann er einn þeirra sem virðist bara ætla að verða flottari með ári hverju. Rax hugsar vel um heilsuna og er alltaf flottur í tauinu.
Björgólfur Thor Björgólfsson kemst auðveldlega í þennan flokk en aðeins …
Björgólfur Thor Björgólfsson kemst auðveldlega í þennan flokk en aðeins er farið er að glitta í grátt hjá þessum myndarlega viðskiptajöfri og ber hann það vægast sagt vel. Freyja Gylfa
Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ber hvíta hárið einstaklega …
Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ber hvíta hárið einstaklega vel og er ekki hægt að segja annað en að útlit hans sé afar fágað og til fyrirmyndar á allan hátt. Eggert Jóhannesson
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur fengið verðskuldaða athygli …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir hrokkið hár sitt bæði hérlendis og erlendis. Virðast silfurlokkarnir ekkert ætla að draga úr sjarma hans. mbl.is/Ómar Óskarsson
Einn vinsælasti söngvari landsins Páll Óskar Hjálmtýsson leyfir gráu hárunum …
Einn vinsælasti söngvari landsins Páll Óskar Hjálmtýsson leyfir gráu hárunum að njóta sín og það klæðir hann vægast sagt vel. Palli er í ótrúlega flottu formi og heldur uppi mestu stuðböllum landsins. Árni Sæberg
Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson eldist með mikilli reisn og bæði …
Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson eldist með mikilli reisn og bæði á sviði og utan þess. Grátt skeggið og hárið klæðir hann. Hér er Ingvar ásamt dóttur sinni. hag / Haraldur Guðjónsson
Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander er með brjálæðislega flott hár, sem tekið …
Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander er með brjálæðislega flott hár, sem tekið er eftir en eins og sjá má er hann skemmtilega grásprengdur í hliðunum og ber það einstaklega vel. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
mbl.is