Vilja breytingar á skiptaverðmætislögum

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp til …
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á skiptaverðmætislögum í vikunni. Skjáskot af Althingi.is

Til stend­ur að leggja fram á Alþingi frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um skipta­verðmæti, sem kjaraviðræður sjó­manna og út­gerða hafa að miklu leyti strandað á. Hæsta­rétt­ar­lögmaður seg­ir lög­in barn síns tíma og rök­in að baki þeim ekki leng­ur eiga við.

Björn Leví Gunn­ars­son þingmaður Pírata mun á næstu dög­um leggja fram til­l­lögu að breyt­ingu á lög­um nr. 24/​1986. Í henni felst að í stað þess að lög mæli fyr­ir um til­tekið hlut­fall afla­verðmæt­is sem dregið er af óskipt­um afla­hlut fiski­skipa, verði út­gerðum og sjó­mönn­um heim­ilt að semja um þann kostnaðarlið sín á milli.

Olíu­verðið þrætu­epli

Samn­inga­nefnd sjó­manna sleit viðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi í síðustu viku og hafa deiluaðilar hvorki fundað né ræðst við síðan.

Að sögn Val­mund­ar Val­munds­son­ar, for­manns Sjó­manna­sam­bands Íslands, hljóma ýtr­ustu kröf­ur sjó­manna í yf­ir­stand­andi kjara­deilu á þann veg að sá ol­íu­kostnaður sem fer óskipt­ur til út­gerðar verði 27% af afla­verðmæti í stað 30%, eins og verið hef­ur und­an­farið. Seg­ir hann að sú breyt­ing myndi þýða 4,3% hækk­un á skipta­hlut til sjó­manna.

Þeirri kröfu seg­ir hann út­gerðirn­ar hafa hafnað al­farið og því hafi viðræðum verið slitið.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Frétt 200 milna: Ótt­umst ekki laga­setn­ingu

Þá hef­ur þeirri skoðun verið haldið á lofti meðal sjó­manna að sá frá­drátt­ur sem áhafn­ir fiski­skipa sæta í formi ol­íu­kostnaðar sé í raun lítið annað en styrk­ur frá sjó­mönn­um til handa út­gerða. 

Þetta kom meðal ann­ars fram í máli trúnaðar­manns á Stefni ÍS-28, sem sagði að ef horft væri aft­ur til árs­ins 1987, þegar teng­ing við olíu­verð tók gildi, hafi út­gerðar­menn hagn­ast á þess­um regl­um í 269 mánuði en sjó­menn hafi ein­ung­is hagn­ast á fyr­ir­komu­lag­inu í 23 mánuði og 65 mánuðir hafi komið út á sléttu.

Frétt 200 mílna: Seg­ir sjó­menn greiða út­gerðum styrk

Samn­ings­atriði í stað lög­fests ákvæðis

Breyt­ing­in sem lögð er til ger­ir það að verk­um, eins og fyrr seg­ir, að út­gerðum og sjó­mönn­um verði heim­ilt að semja um þetta til­tekna atriði sín á milli og ætti þar með að opna fyr­ir þann mögu­leika að samn­inga­nefnd­ir deiluaðila geti sest að samn­inga­borðum og komið sér niður á ásætt­an­lega lausn á þessu ógur­lega þrætu­epli.

„Frum­varpið fel­ur í sér að út­gerðum og sjó­mönn­um verði gert heim­ilt að semja um ol­íu­kostnað, í stað þess að það sé skil­yrt með lög­um eins og staðan er nú,“ seg­ir Björn Leví.

„Þetta eru göm­ul lög og það er í skoðun hvort við leggj­um fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að þau verði felld úr gildi því við erum ef­ins um að þessi lög þurfi yf­ir­höfuð að vera til staðar,“ bæt­ir Björn Leví við.

Hann seg­ir það eðli­legt að tekið sé til end­ur­skoðunar hvort göm­ul lög eigi við eft­ir því sem aðstæður breyt­ast og því skoðandi hvort byrjað verði á því að gera frá­drátt vegna ol­íu­kostnaðar umsemj­an­leg­an og í fram­hald­inu skoðað hvort lög­in verði felld niður.

„Þessi lög hafa ekki skil­greint hlut­verk nema að lög­festa ákveðna pró­sentu sem er heft­andi fyr­ir bæði út­gerð og sjó­menn,“ seg­ir Björn Leví.

Spurður að því hvort hann telji for­sendu fyr­ir um­rædd­um lög­um vera brostna seg­ir Björn Leví að nú til dags séu ekki sömu skil­yrði og voru fyr­ir þrjá­tíu árum, svo það geti vel verið að svo sé.

„Það hef­ur margt breyst í sjáv­ar­út­vegi síðan þessi lög voru sett og þings­álykt­un­ar­til­lag­an myndi fjalla um það hvort til­efni sé til þess að fella þessi lög ein­fald­lega bara niður,“ seg­ir hann.

Ákvæðið barn síns tíma og á ekki leng­ur við

Jón­as Þór Jónas­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og lögmaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, seg­ir flest rök hníga til þess að lög­in séu hrein­lega úr sér geng­in. Ef eitt­hvað væri mætti þó ganga enn lengra og færa um­rædd­an frá­drátt­arlið í það horf að aðeins væri leyfi­legt að draga af afla­verðmæti raun­kostnað vegna ol­íu­kostnaðar:

„Sam­kvæmt þess­um drög­um að frum­varpi um breyt­ingu á lög­um nr. 24/​1986 er ætl­un­in að gera sam­tök­um sjó­manna og út­gerðarmanna kleift að semja um ol­íu­kostnaðinn, eða frá­dragið frá afla­verðmæti vegna ol­íu­kostnaðar.“

Jónas Þór Jónasson hrl. telur lög um skiptaverðmæti úr sér …
Jón­as Þór Jónas­son hrl. tel­ur lög um skipta­verðmæti úr sér geng­in, enda barn síns tíma. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

„Þetta atriði hef­ur um langt ára­bil verið bundið í lög og væri mjög til bóta að færa ákvörðun um ol­íu­kostnaðinn í þetta horf, enda ákvæði laga nr. 24/​1986 um olíu­frá­drag barn síns tíma og voru reist á sjón­ar­miðum sem ekki eiga eins við í dag.

Rétt­ast væri auðvitað að ganga alla leið þannig að aðeins megi draga frá afla­verðmæti raun­kostnað vegna ol­í­unn­ar, en ekki hærri fjár­hæð eins og verið hef­ur,“ seg­ir Jón­as Þór Jónas­son.

mbl.is