Áhyggjur af heimilunum

Fiskiskipin hafa verið bundin við bryggju í sjö vikur og …
Fiskiskipin hafa verið bundin við bryggju í sjö vikur og verkfall sjómanna er að verða það lengsta í sögunni. mbl.is/Árni Sæberg

Verk­fall sjó­manna hef­ur al­var­leg og víðtæk áhrif í sveit­ar­fé­lög­um sem háð eru sjáv­ar­út­vegi. Útsvar­s­tekj­ur drag­ast stór­lega sam­an, sem og tekj­ur hafn­ar­sjóðanna. Ekki er þó komið að því að sveit­ar­stjórn­ir fresti fram­kvæmd­um eða grípi til annarra ráðstaf­ana, en bæj­ar- og sveit­ar­stjór­ar telja að tekjutapið vinn­ist upp að hluta þegar verk­fallið leys­ist, standi það ekki þeim mun leng­ur.

„Eins og áður hef­ur verið í þau þúsund ár sem við höf­um búið í hér líður allt sam­fé­lagið þegar eng­inn afli kem­ur á land,“ seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Elliði seg­ir að þótt sveit­ar­fé­lagið verði af tekj­um þoli það tekjum­issi leng­ur en fjöl­skyld­urn­ar sem reki sig frá launa­seðli til launa­seðils. „Það á bæði við um fjöl­skyld­ur sjó­manna og aðra. Við höf­um fundið það mjög sterkt, sér­stak­lega á sein­ustu rúmri viku, að fisk­verka­fólk er að lenda í al­var­leg­um vanda­mál­um. Það leit­ar eðli­lega eft­ir aðstoð sveit­ar­fé­lags­ins og við reyn­um eft­ir fremsta megni að hjálpa.“

Elliði tel­ur að þetta eigi ekki síst við um er­lent verka­fólk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sem eigi lít­inn rétt hér á landi. Þessu fólki hafi verið tekið fagn­andi í Vest­mann­eyj­um enda sé það mik­il­væg­ur þátt­ur í rekstri fyr­ir­tækj­anna. „Ef við miss­um þetta fólk úr landi verður tíma­frekt og dýrt að leysa málið.“

Fleiri ógn­an­ir

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur,“ seg­ir Páll Björg­vin Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Fjarðabyggð. Áætlað er að þriðjung­ur út­svar­stekna sveit­ar­fé­lags­ins komi frá sjáv­ar­út­veg­in­um, auk óbeinna tekna, þannig að um 40% tekna sveit­ar­fé­lags­ins komi þaðan. Þar fyr­ir utan hef­ur hafn­ar­sjóður tekj­ur af lönduðum afla. „Það seg­ir sig sjálft að ef verk­fallið dregst á lang­inn mun það hafa áhrif á grunnstoðir tekju­öfl­un­ar okk­ar. Und­an­far­in ár hafa verið góð í sjáv­ar­út­vegi og við höf­um getað greitt niður skuld­ir bæj­ar­fé­lags­ins. Það má alltaf bú­ast við sveifl­um í grein­inni og við höf­um getað búið okk­ur und­ir það,“ seg­ir Páll.

Hann nefn­ir að verk­fallið sé ekki eina ógn­un­in. Inn­flutn­ings­bann Rússa og hækk­un geng­is ís­lensku krón­unn­ar hafi haft áhrif á laun sjó­manna. Þá verði það áfall fyr­ir sveit­ar­fé­lög sem háð eru upp­sjáv­ar­veiðum ef loðnu­veiði bregðist al­veg.

Páll seg­ir þó ótíma­bært að segja til um hvort tekju­sam­drátt­ur muni hafa áhrif á fram­kvæmd­ir eða þjón­ustu í bæj­ar­fé­lag­inu enda standi von­ir til að það leys­ist sem fyrst.

Öðrum fyr­ir­tækj­um blæðir

„Verk­fallið hef­ur mik­il áhrif á tekj­ur hafn­ar­inn­ar, afla­gjöld­in telja mikið. Áætla má að við höf­um misst um 10% af árs­tekj­um hafn­ar­sjóðs,“ seg­ir Bjarni Th. Bjarna­son, bæj­ar­stjóri á Dal­vík.

Hann seg­ist ekki hafa nein­ar mæl­ing­ar á lækk­un út­svar­stekna. „Ég á von á að tekj­ur okk­ar séu að rýrna mikið út af því. Þótt sumt starfs­fólkið sé á at­vinnu­leys­is­bót­um og greiði skatt af þeim er hann mun lægri en þegar skip­in eru á sjó og vinnsl­an á fullu.“

Verk­fallið hef­ur áhrif um allt bæj­ar­fé­lagið. „Öðrum fyr­ir­tækj­um er farið að blæða,“ seg­ir Bjarni. Hann nefn­ir lönd­un­arþjón­ustu og véla­verk­stæði. Þar hafi starfs­menn unnið að viðhaldi en nú sé verk­efn­um lokið og á hann von á að verið sé að senda fólkið heim. Útflutn­ings­fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki sem leigi út fiskiker séu verk­efna­laus og lítið að gera á fisk­markaðnum. „Ég hef einnig áhyggj­ur af áhrif­um verk­falls­ins á landið í heild. Tekjutapið er mikið. Sjáv­ar­klas­inn áætl­ar að tekjutap þjóðfé­lags­ins sé rúm­ur millj­arður á dag,“ seg­ir Bjarni.

Ekk­ert mann­líf á höfn­inni

„Verk­fallið hef­ur lam­andi áhrif á bæj­ar­lífið. Bát­ar og skip liggja við bryggju og það er ekk­ert mann­líf á höfn­inni miðað við það sem ætti að vera. Lítið eða ekk­ert er að gera í sum­um fisk­vinnsl­um en aðrar búa að því að hafa hrá­efnisöfl­un af smærri bát­um. Verk­fallið hef­ur áhrif á flest fyr­ir­tæki og menn von­ast til að það leys­ist sem fyrst,“ seg­ir Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík.

Elliði Vign­is­son seg­ir að þegar verk­fallið sé orðið þetta langt slái það inn á flest heim­ili og fyr­ir­tæki í bæn­um. Fólk haldi að sér hönd­um og fresti öll­um út­gjöld­um. Það hafi áhrif á bíla­verk­stæðum, há­greiðslu­stöðum og veit­inga­stöðum, til dæm­is, og sam­fé­lagið sé lamað.

Frest­un frem­ur en tap

Fram kem­ur í sam­töl­um við bæj­ar­stjór­ana að tekj­ur bæja- og hafn­ar­sjóða frest­ist frek­ar en tap­ist. Útgerðirn­ar eigi sína kvóta og þurfi að veiða fisk­inn þegar verk­fallið leys­ist og þá skili tekj­urn­ar sér inn. Meiri óvissa sé um laun fisk­verka­fólks­ins og út­svar­s­tekj­ur af þeim.

„Von­andi ná skip­in inn afl­an­um sem stefnt var að. Ef tekj­um seink­ar þolir sveit­ar­fé­lagið það vel. Við höf­um borð fyr­ir báru. En ekki er þar með sagt að fjöl­skyld­urn­ar þoli tekjum­issi í lang­an tíma. Ég ótt­ast um stöðu al­mennra heim­ila,“ seg­ir Elliði.

Bjarni Th. Bjarna­son seg­ir að tak­mörk séu fyr­ir því hvað hægt sé að keyra í gegn­um frysti­húsið á einu ári. Því sé ekki vitað hvort sama afla verði landað á Dal­vík á ár­inu og orðið hefði án verk­falls sjó­manna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina