Fundað í sjómannadeilunni á föstudag

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness …
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boðað hef­ur verið til fund­ar í sjó­manna­deil­unni hjá Rík­is­sátta­semj­ara á föstu­dag kl. 9:30. Formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands seg­ir sjó­menn standa fast á sín­um kröf­um í aðdrag­anda fund­ar.

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, staðfesti í sam­tali við 200 míl­ur nú fyr­ir skömmu að Rík­is­sátta­semj­ari hefði boðað deiluaðila til fund­ar næst­kom­andi föstu­dag.

„Það hef­ur ekk­ert breyst hjá okk­ur sjó­mönn­um. Við höld­um fast við kröf­ur okk­ar og eft­ir því sem heyr­ist úr her­búðum út­vegs­bænda ætla þeir ekki að gefa eft­ir. Fund­ur­inn á föstu­dag staðfest­ir það lík­lega en lengi má mann­inn reyna,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Hófstillt­ar kröf­ur sjó­manna eru ein­ung­is til þess falln­ar að gengið sé að þeim strax. Að láta flot­ann liggja í landi eng­um til gagns er ábyrgðar­hluti og þá ábyrgð verða út­vegs­menn að axla. Miðað við allt tapið sem að þeirra sögn lend­ir allt á þeim, með flot­ann bund­inn, væri þjóðþrifa­mál að þeir settu nú allt tapið sitt inn í kjara­samn­ing sjó­manna og stuðluðu að far­sælli lausn deil­unn­ar,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

mbl.is