Ólafur gaf skýrslu í gær

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Þórður

Ólaf­ur Ólafs­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Eglu, mætti í gær og gaf skýrslu fyrir dómi vegna rannsóknar á vegum Alþingis á aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhauser á kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Þetta kemur fram í frétt Rúv í dag.

Rannsóknarnefndin var skipuð í fyrra og var falið að rannsaka þátttöku bankans í kaupunum. Egla var stærsti ein­staki aðil­inn í kaup­um S-hóps­ins á nær helm­ings­hlut rík­is­ins í Búnaðarbanka Íslands árið 2002.

Ólafur hafð ásamt Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eglu, áður neitað að mæta fyrir rannsóknarnefndina í tvígang. Fyrst sögðu þeir Ásmund Helgason héraðsdómara vanhæfan og síðar að Alþingi hefði ekki vald til að fyr­ir­skipa rann­sókn­ina.

Meint van­hæfi dóm­ar­ans sner­ist um það að hann er dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur líkt og Kjart­an Bjarni Björg­vins­son sem Ein­ar K. Guðfinns­son,fyrrverandi for­seti Alþing­is, skipaði síðasta sum­ar til þess að stýra rann­sókn­ar­nefnd­inni. Hæstirétt­ur hafnaði því í nóv­em­ber síðastliðnum að Ásmund­ur væri van­hæf­ur.

Hæstiréttur dæmdi svo um miðjan mánuðinn að það væri yfir vafa hafið að Alþingi megi fyrirskipa rannsóknina. Héraðsdóm­ur taldi hins veg­ar að menn­irn­ir þyrftu ekki að mæta til skýrslu­töku þar sem ekki sé hægt að skylda þá til að vitna gegn sjálf­um sér í máli sem valdið geti þeim al­var­leg­um mann­orðshnekki. Hæstirétt­ur sagði hins veg­ar að eingin ákvæði laga heim­iluðu að menn­irn­ir neituðu að mæta til skýrslu­töku. Þeir gætu hins veg­ar neitað því að svara ein­stök­um spurn­ing­um.

mbl.is