„Deilan í alvarlegum hnút“

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.

„Fund­ur­inn var ár­ang­urs­laus og deil­an er í al­var­leg­um hnút. En verk­efnið fer ekk­ert af borði samn­inga­nefnd­anna. Fyr­ir vikið fór ég fram á það við viðsemj­end­ur að þeir ræddu ekki efni deil­unn­ar í fjöl­miðlum á þessu stigi enda er hún mjög viðkvæm.“

Þetta seg­ir Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir rík­is­sátta­semj­ari í sam­tali við mbl.is en samn­inga­fundi í kjara­deilu sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) var slitið rétt fyr­ir klukk­an þrjú. Fund­ur­inn hófst í húsa­kynn­um embætt­is­ins klukk­an 13:00 í dag. 

Gert er ráð fyr­ir því að það sem ger­ist við samn­inga­borðið sé háð trúnaði þar til samn­ing­ur hef­ur verið samþykkt­ur að sögn Bryn­dís­ar. „Þannig að þetta var ein­fald­lega ár­ang­urs­laus fund­ur og ég mun boða nýj­an fund eft­ir hálf­an mánuð.“

Spurð hvort gert sé ráð fyr­ir að viðsemj­end­ur reyni að nálg­ast hvorn ann­an í millitíðinni seg­ir Bryn­dís: „Það verk­efni er áfram á herðum aðilum deil­unn­ar og fer ekk­ert frá þeim fyrr en samn­ing­ar hafa náðst.“

mbl.is