Ríkisstjórnin hyggst ekki grípa inn í

Benedikt sagði ríkisstjórnina ekki munu skipta sér af.
Benedikt sagði ríkisstjórnina ekki munu skipta sér af. mbl.is/Golli

Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki í hyggju nein­ar aðgerðir til að stöðva verk­fall sjó­manna, sem nú hef­ur staðið yfir í hálf­an ann­an mánuð. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, í sam­tali við mbl.is að lokn­um fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un.

„Við erum ekki að ræða neins kon­ar inn­grip í þessa kjara­deilu. Við leggj­um áherslu á að það eru deiluaðilarn­ir sem bera ábyrgð á að ná samn­ing­um, og á þessu stigi máls­ins vilj­um við fylgj­ast vel með,“ sagði Bjarni.

Bætti hann við að verið sé að meta heild­aráhrif verk­falls­ins á sam­fé­lagið.

„Það er mikið ná­kvæmn­is­verk, en engu að síður mik­il­vægt að við ger­um okk­ur grein fyr­ir því hvar áhrifa verk­falls­ins gæt­ir mest í þjóðfé­lag­inu.“

Bjarni Benediktsson að loknum fundi ríkisstjórnar fyrir hádegi.
Bjarni Bene­dikts­son að lokn­um fundi rík­is­stjórn­ar fyr­ir há­degi.

Kapp lagt á góð sam­skipti

Þá sagði hann rík­is­stjórn­ina hafa lagt kapp á að vera í góðum sam­skipt­um við rík­is­sátta­semj­ara sem og deiluaðilana.

„Ekki síst til að hvetja menn til að leggja meira á sig við að ljúka þessu verk­falli.“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var á sama máli. Sagði hann ekki koma til greina að skipta sér af deil­unni.

„Rík­is­stjórn­in ætl­ar ekki að skipta sér af þess­ari kjara­deilu. Það er margyf­ir­lýst.“

mbl.is